is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28201

Titill: 
 • Kennsla í anda stefnu skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari verður stefna skóla án aðgreiningar skoðuð með tilliti til fræðanna og eigindlegrar rannsóknar sem var gerð. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig kennurum tekst að framfylgja stefnunni um skóla án aðgreiningar inni í skólastofunni. Byrjað verður að gera grein fyrir stefnu skóla án aðgreiningar, lögum og reglugerðum ásamt innleiðingu stefnunnar í menntakerfi Íslandi. Því næst verður fjallað um starfið innan skólans, nám án aðgreiningar og samhæfingu kennara.
  Í rannsókninni voru tekin sex viðtöl við kennara í fjórum grunnskólum til að fá innsýn í hver þekking þeirra er á stefnu skóla án aðgreiningar, hvernig þeir fara að því að kenna í anda stefnunnar og hvernig þeim finnst þeir í stakk búnir til að takast á við stefnuna almennt. Einnig voru heimasíður skólanna skoðaðar til að sjá hversu sýnileg og aðgengileg stefnan væri í skólanámskránni og í starfsáætlunum skólanna.
  Niðurstöður leiddu í ljós að kennarar áttu í erfiðleikum með að lýsa stefnu skóla án aðgreiningar. Þó var greinilegt af lýsingum þeirra að dæma á kennslu og undirbúningi að þeir reyndu allir að undirbúa kennsluna í anda stefnunnar. Mikil vöntun virtist vera á fræðslu fyrir kennara þegar kom að stefnu skóla án aðgreiningar og virtust þeir almennt eiga í erfiðleikum með að skilgreina hugtökin innan hennar og merkinguna á bak við þau. Þrátt fyrir það vildu kennarar meina að hugmyndafræðin á bak við stefnuna sjálfa væri góð en erfitt gæti verið að framfylgja henni á vettvangi og inni í kennslustund. Einnig virtist sem tengsl væru á milli þess hve sýnileg stefnan var á heimssíðum í starfsáætlun skólanna og stefnum þeirra og svo starfi kennaranna innan skólanna.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis the ‘Inclusive school’ policy will be looked at from a literature perspective and qualitative research data collection. The aim of this thesis is to see how teachers enforce the ’Inclusive school’ policy in the classroom. First the ‘Inclusive school’ policy will be analysed along with the law and regulations and the implementation of the policy into the education system in Iceland. Secondly the operation inside the schools will be discussed, including education, co-operation and teacher’s co-ordination. In the research, six interviews with teachers were conducted in four schools to get an insight into the teacher’s knowledge on the ‘Inclusive school’ policy, how these teachers are teaching in the spirit of the policy and how qualified they feel to deal with the policy in general. The interviews concluded that teachers were in general not well informed about the ‘Inclusive school’ policy and how to enforce it in teaching. A major deficiency appeared to be in the teachers‘ knowledge when it came to the strategy, and how teachers were generally struggling to define the concepts within it and the meaning behind them. Nevertheless, teachers generally thought the philosophy behind the policy itself was good in theory but hard to use in practice. However, it was clear from their descriptions that they all tried to prepare the instruction in the spirit of the policy. The homepages of the schools were also examined to see how visible and
  accessible the policy was in the school curriculum, school operation and on the homepage itself. It also appeared that there was a connection between the apparent policy on the homepages in the school's work plan and their policies and the work of teachers in the schools.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.5.2032.
Samþykkt: 
 • 13.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilbúin M.Ed. Ritgerð mai 2017 Andrea Diljá PDF.pdf912.62 kBLokaður til...01.05.2032HeildartextiPDF