is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28204

Titill: 
  • Leiðin að Beyond Budgeting
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aðalumfjöllunarefni þessarar ritgerðar er innleiðing á aðferðafræði Beyond Budgeting hjá fjármálastofnunum og hvort breytingar eigi sér stað á aðferðafræðinni á milli stofnanna. Mörg fyrirtæki á Íslandi nýta sér fjárhagsáætlanir við áætlanagerð og hafa þær ákveðna kosti en einnig takmarkanir fyrir rekstur fyrirtækja. Fyrirtæki telja að takmarkanir fjárhagsáætlana séu áhrifameiri en kostir þeirra og hafa því leitað annarra leiða við áætlanagerð sína. Ein þeirra aðferða er Beyond Budgeting sem er hugmyndafræði sem sænski bankinn Handelsbanken mótaði á áttunda áratug seinustu aldar. Beyond Budgeting er aðferðafræði sem hjálpar fyrirtækjum að færa sig frá hugmyndafræði fjárhagsáætlana yfir í dreifstýrðara stjórnunarkerfi sem veitir betri aðlögunarhæfni í nútímaumhverfi.
    Við skrif þessarar ritgerðar var framkvæmd rannsókn þar sem hálfopin viðtöl voru tekin við starfsmenn hjá íslenskri fjármálastofnun. Spurningar viðtalsins voru samdar með það í huga að komast að því hvernig innleiðing fjármálastofnunarinnar á Beyond Budgeting aðferðafræðinni væri háttað. Innleiðingin hérlendis var svo borin saman við innleiðingu aðferðafræðinnar hjá tveimur erlendum fjármálastofnunum, norska bankanum Sparebank 1 og sænska bankanum Handelsbanken. Skoðað var hvort munur væri á aðferðafræðinni meðal erlendu fjármálastofnananna og þeirri íslensku og hver ástæðan fyrir mögulegum breytingum væri.
    Rannsóknarniðurstöðurnar benda til þess að fjármálastofnanirnar breyta aðferðafræðinni lítillega til að hún henti betur sínum rekstri. Meginatriði aðferðafræðinnar eru innleidd á sama hátt á meðal fjármálastofnananna en þó eru gerðar litlar breytingar á því hvað er innleitt og hvernig það er innleitt. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að umhverfi fjármálastofnunarinnar hafði áhrif á innleiðingu sem og menning landsins.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðin að Beyond Budgeting.pdf588.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna