is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28206

Titill: 
 • Er nemendum mismunað eftir kyni í íslensku skólastarfi? : „þetta er miklu meira það sem okkur er sagt að gera heldur en að við séum ótrúlega ólík hvert öðru”
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort nemendur sem hafa nýlega stundað framhaldsskólanám upplifa með einhverjum hætti að það sé komið fram við nemendur með mismunandi hætti eftir kyni og skoða hvort það sé munur að vera strákur eða stelpa í skólakerfinu á Íslandi og hvernig sá munur kæmi helst fram. Þá er það einnig markmið rannsóknarinnar að leiða í ljós hvaða skoðanir nemendur hafa á kynjajafnrétti ásamt því hvernig þeir upplifa umræðuna í samfélaginu um kynin.
  Rannsóknarspurningar voru fjórar og eru eftirfarandi:
  Koma kennarar fram við nemendur með mismunandi hætti eftir kyni nemenda?
  Mismunar skólakerfið nemendum með einhverjum hætti eftir kyni?
  Getur skólakerfið gert betur þegar kemur að kynjajafnrétti?
  Hvernig upplifa fyrrverandi framhaldsskólanemendur umræðuna um kynin í samfélaginu?
  Sú rannsóknaraðferð sem varð fyrir valinu var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem einstaklingsviðtöl voru tekin við átta einstaklinga sem höfðu nýlega reynslu af framhaldsskóla og höfðu lokið námi. Tekin voru viðtöl við fjóra karlmenn og fjórar konur á aldrinum 19 – 25 ára. Viðtölin voru hálf opin þar sem stuðst var við viðtalsramma til að fá fram upplifun viðmælenda af skólagöngu sinni og samfélagsumræðu um kynin.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna svo verði ekki um villst að munur sé á því hvernig kennarar koma fram við kynin en allir viðmælendur upplifðu mismunandi nálgun kennara. Viðmælendur höfðu misjafna þekkingu á hugtökum í kynjafræði en höfðu þó allir skoðun á því að bæta þyrfti skólakerfið til að koma í veg fyrir að nemendum sé mismunað útfrá kyni. Allir viðmælendur töldu sig að einhverju leyti hafa orðið fyrir mismunun í skólakerfinu vegna kyns, bæði karlarnir og konurnar. Rannsóknin er eigindleg svo alhæfingargildi rannsóknarinnar er takmarkað en hún gefur þó góða vísbendingu um að það sé ýmislegt sem betur betur mætti fara í íslensku skólakerfi þegar kemur að því hvernig nálgunin er á kynin.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the study was to investigate whether students who have recently attended upper secondary schools experience discrimination based on gender, to see if there is a difference between being a boy or a girl in the Icelandic school system and how that discrimination would take place. It is also the aim of the study to reveal what view students have on gender equality, as well as how they experience the debate
  in today’s society.
  Research questions were four and are as follows:
  Are teachers educating students in alternate ways based on gender?
  Does the school system discriminate students in any way based on gender?
  Can the school system do better when it comes to gender equality?
  How do former high school students experience the debate about gender in
  society?
  The chosen research method was a qualitative method whereby individual
  interviews were conducted with eight individuals who had recently completed upper secondary education and had completed their studies. Four men and four women between the ages of 19 and 25 were interviewed. The interviews were half open, with a support frame to get the interviewer’s experience of their schooling and community discussions about the genders. The results of the study show that there is a difference in how teachers interact with student regardless of gender, but all interviewees experience different approach to a teacher’s teaching method. The interviewees had different knowledge of terms in
  gender studies, but all held the opinion that the school system should be improved to prevent students from being discriminated against based on gender. All interviewees, both men and women, felt that they had been discriminated against in some way within the school system because of their gender. The study is qualitative indicating the overall validity of the study is limited. But it gives a good indication that there are
  several things that could be improved upon in the Icelandic education system when it comes to how to approach each gender in an educational setting.

Samþykkt: 
 • 13.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjartan Már Gunnarsson LOKARITGERÐ.pdf884.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna