is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28207

Titill: 
  • Áhrif Costco á dagvörumarkaðinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að athuga hver áhrif innkoma Costco á dagvörumarkað höfuðborgarsvæðisins verða á neytendur þar. Einnig verða líkindi einstaklinga og heimila á að eiga viðskipti við Costco skoðuð út frá aldri, tekjum heimilis og fjölda einstaklinga á heimili. Til þess voru gerðar markaðsgreiningar, þ.á.m. samkeppnisgreining, greining á ytri áhrifum markaðarins og SVÓT greining. Auk þess var gerð vefkönnun til að athuga hegðun einstaklinga og heimila gagnvart Costco.
    Niðurstöðurnar voru þær að innkoma Costco á dagvörumarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu mun hafa jákvæð áhrif á neytendur í formi lægra vöruverðs. Einnig fékkst að marktækur munur er á líkindum einstaklinga á að eiga viðskipti við Costco á milli aldurshópa. Að lokum fékkst að fjöldi einstaklinga á heimili hafði marktæk áhrif en tekjur heimilis hafði ekki marktæk áhrif.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
CostcoFinal.pdf860.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna