is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28210

Titill: 
  • Instagram, áhrifavaldar og þróun markaðssamskipta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Sc. prófs í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Markmið ritgerðarinnar er að greina þróun markaðssamskipta á grunni samfélagsmiðilsins Instagram og í því ljósi meta hlutverk svokallaðra áhrifavalda (e. influencers). Niðurstöður ritgerðarinnar eru einkum byggðar á rannsókn sem gerð var í samstarfi við heildsöluna og umboðsverslunina S4S ehf. og áhrifavaldinn Thelmu Dögg Guðmundssen. Rannsóknin fól í sér að kanna hvort færslur Thelmu Daggar á Instagram (þ.e. inngrip sem felur í sér markaðssamskipti á samfélagsmiðlinum Instagram) hefðu mælanleg áhrif á sölu tveggja vara hjá versluninni Air. Um var að ræða tvo ólíka boli, annars vegar hversdagslegan Nike bol sem notið hafði takmarkaðra vinsælda og hins vegar vinsælan íþróttabol. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á mikilvægi þess að fyrirtæki leggi mikla áherslu á undirbúning markaðssamskipta á Instagram og í því ljósi gæti að því að samræmi og tengsl séu á milli ímyndar og áhrifa áhrifavalds og eðli þeirrar vöru sem hann auglýsir fyrir hlutaðeigandi fyrirtæki. Þá þurfa fyrirtæki að huga vel að tímasetningu markaðsaðgerða á Instagram, samhengi markaðssamskipta á Instagram og annarra markaðsaðgerða og þannig tryggja að markaðssetning nái til markhóps, sé trúverðug og skili tilætluðum árangri.
    Lykilorð: Instagram, áhrifavaldar, markaðssamskipti, markaðssetning á samfélagsmiðlum, neytendahegðun, kaupákvörðunarferli

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Instagram, áhrifavaldar og þróun markaðssamskipta.pdf20.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna