is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28211

Titill: 
  • Uppgjör íslenskra félaga í erlendri mynt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um íslensk félög sem hafa heimild til færslu bókhalds og samnings ársreiknings í erlendri mynt. Við gerð rannsóknarinnar var aflað gagna úr ársreikningum þessara félaga en þau eru alls 236 talsins. Jafnframt voru tekin viðtöl við forsvarsmenn fjögurra félaga ásamt viðtali við sérfræðing á þessu sviði. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að langflest félaganna notast við evru eða bandaríkjadal. Auk þess kemur fram að algengara er innan ákveðinna atvinnugreina að félög færi bókhald og semji ársreikning í erlendum gjaldmiðli. Niðurstöðurnar gefa jafnframt til kynna að félög sem færa bókhald og semja ársreikning í erlendri mynt skila hlutfallslega betri rekstrarniðurstöðu og eru fjárhagslega betur stæð en önnur íslensk félög. Teknar eru saman nokkrar ástæður þess að stjórnendur félaga ákveða að breyta um gjaldmiðil í rekstri þeirra. Þær helstu eru minni áhrif gengisbreytinga og réttari mynd af rekstri félaganna. Ennfremur benda niðurstöðurnar til þess að tímasetning með tilliti til gengis íslensku krónunnar geti skipt máli þegar breytt er um rekstrargjaldmiðil hjá félögum.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Uppgjor_i_erlendri_mynt.pdf815,03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna