is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28214

Titill: 
  • Beyond Budgeting : innleiðing og ávinningur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjárhagsáætlun er formleg framsetning á áætlunum og markmiðum skipulagsheilda sem nær til allra þátta starfsemi hennar yfir ákveðið tímabil. Hún hefur verið gagnrýnd í gegnum tíðina og rannsóknir sýna að hún nýtist skipulagsheildum illa og áætlunarferlið sé tímafrekt og kostnaðarsamt. Beyond Budgeting er rekstrarmódel fyrir skipulagsheildir og er ætlað að koma í stað hefðbundinnar fjárhagsáætlunar. Beyond Budgeting hugmyndafræðin inniheldur tólf grunngildi og er tilgangur hennar að draga úr kostnaði sem fylgir hefðbundinni áætlunargerð, innleiða sveigjanlegra áætlunarferli og færa ábyrgð á stefnumótun og árangri til teyma sem eru nær viðskiptavinum.
    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort munur sé á innleiðingaferli Beyond Budgeting og ávinningi af notkun þess hjá þremur ólíkum íslenskum skipulagsheildum. Rannsóknin er eigindleg þar sem notast var við djúpviðtöl. Viðtölin voru tekin við þá aðila sem bera ábyrgð á innleiðingaferlinu hjá viðkomandi skipulagsheild og voru viðmælendur fjórir talsins.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að skipulagsheildir fara ólíkar leiðir við innleiðingu Beyond Budgeting. Þá kom í ljós að undirbúningur og skipulag áður en innleiðing hefst er mikilvægur þáttur í því að innleiðing sé árangursrík. Einnig sýndu niðurstöður að helsti ávinningur af innleiðingu Beyond Budgeting hjá skipulagsheildunum væri tímasparnaður og viðbragðsflýti.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð-Beyond-Budgeting-Fjóla-og-Thelma.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna