is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28218

Titill: 
  • Er samræmi í því hvað fyrirtæki nota sem fyrirmynd að innra eftirliti og áhættustýringu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Margir þættir geta spilað lykilhlutverk varðandi velgengni í rekstri fyrirtækja. Vel uppsett áhættustýringarferli og innra eftirlit eru tveir af mikilvægustu þáttunum í því sambandi. Ef fyrirtæki huga ekki nógu vel að þessum tveimur lykilþáttum getur það í versta falli orðið til þess að fyrirtæki fer í gjaldþrot. Það sem einna helst sker úr um velgengni í rekstri fyrirtækja, varðandi áhættustýringu og innra eftirlit, er hversu vel upplýstir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækjanna eru um hugsanlegar áhættur. Það að starfsmenn viti til hvers er ætlast af þeim og að þeir búi yfir þekkingu um það hvernig skuli bregðast við þeim ýmsu áhættum sem fyrirtækin standa frammi fyrir veltur allt á uppsetningu áhættustýringar hjá fyrirtækinu.
    Viðfangsefni ritgerðinnar er að komast að því hvernig fyrirtæki standa að uppsetningu og innleiðingu á ýmsum áhættustýringarferlum og innra eftirliti hjá sér. Ætlunin er að komast að því hvort samræmi væri til staðar í því hvað fyrirtæki nota sem fyrirmynd að innra eftirliti og áhættustýringu. Athygli vakti að lána- og kortaútgefanda fyrirtækið Valitor hf. notast við sömu tegund innra eftirlits og Arion banki, það er þriggja línu varnarkerfi, þar sem áhættustýring er samtvinnuð í aðra línu í þriggja línu varnarkerfinu, á meðan Icelandair notast við COSO teninginn þar sem allar hliðar teningsins ná til áhættustýringar.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28218


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.pdf2.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna