is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28221

Titill: 
  • Notkun fæðubótarefna og vefverslun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi var gerð með það markmið að svara fjórum rannsóknarspurningum. Fyrir það fyrsta vildu rannsakendur kanna hvort að þeir einstaklingar sem stunda hreyfingu fjórum sinnum eða oftar í viku verji hærri fjárhæð í kaup á fæðubótarefnum á mánuði en þeir sem æfa sjaldnar. Þar næst vildu rannsakendur kanna hvort að karlmenn sem ekki hafa háskólamenntun verji hærri fjárhæð í kaup á fæðubótarefnum á mánaðargrundvelli en háskólamenntaðir karlmenn. Þriðja rannsóknarspurningin var að kanna hvort konur höfðu¬ frekar keypt fæðubótarefni í íslenskum vefverslunum en karlar og síðasta rannsóknarspurningin sneri að því hvort konur telji að rafrænt umtal um vöru eða þjónustu hafi meiri áhrif á kaup þeirra en karlar telji það hafa á sig.
    Spurningalisti var útbúinn af rannsakendum og deilt í gegnum samskiptavefinn Fésbók. Í spurningalistanum voru þátttakendur meðal annars spurðir hvort þeir hefðu keypt vöru eða þjónustu í vefverslun, hvort þeir hefðu keypt fæðubótarefni almennt og hvort þeir hefðu keypt fæðubótarefni í vefverslun.
    Niðurstöður leiddu í ljós að marktækur munur var á meðaltali fjárhæðar sem varið var í fæðubótarefni á mánaðargrundvelli milli þeirra sem stunduðu hreyfingu fjórum sinnum eða oftar í viku og þeirra sem stunduðu hreyfingu sjaldnar. Einnig kom í ljós að karlar sem höfðu ekki lokið háskólanámi vörðu að meðaltali hærri fjárhæð í kaup á fæðubótarefnum en háskólamenntaðir karlar en þó var munurinn ekki marktækur. Þar að auki kom fram að konur versluðu frekar á íslenskum vefverslunum en karlar. Konur töldu að rafrænt umtal hefði meiri áhrif á kaup sín en karlar töldu það hafa á sig og var sá munur marktækur.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun faedubotarefna og vefverslun.pdf969.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna