is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28225

Titill: 
  • Innkoma H&M á íslenskan markað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að kanna hvort Íslendingar telji að markaður sé fyrir verslunina H&M á Íslandi, sem og að kanna hvaða þættir hafa áhrif á hvort Íslendingar muni versla frekar við H&M hérlendis en erlendis. Þar sem H&M stefnir að því að opna verslanir hér á landi er mikilvægt að kanna markaðinn og skoðanir neytenda, en það hefur lítið verið kannað hérlendis. Sett var fram spurningakönnun til að svara rannsóknarspurningunum. Spurningakönnunin var sett upp á rafrænu formi og hún send út í gegnum samfélagsmiðilinn (e. social media) Facebook. Þýði rannsóknarinnar var Íslendingar sem þekkja til vörumerkisins H&M og þeir sem gera það ekki. Þátttakendur rannsókninnar voru 800 talsins.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að Íslendingar telja að markaður sé fyrir verslunarkeðjuna hérlendis og viðhorf þeirra var almennt jákvætt. Samkvæmt niðurstöðum töldu svarendur að verð og úrval skiptu mestu máli þegar meta ætti hversu líklegir Íslendingar væru til að versla í H&M hérlendis.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innkoma H&M á íslenskan markað.pdf947.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna