is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28228

Titill: 
  • Efnahagslegur ávinningur Íslands af móttöku flóttafólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meira en milljón flóttamenn hafa komið til Evrópu síðastliðin ár vegna stríðsástands og átaka í löndum þeirra. Þeim hefur farið fjölgandi með hverju ári og er flóttafólk orðið eitt af áhyggjuefnum Evrópu í dag. Í febrúar 2016 kom út skýrsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem hafði þann tilgang að skoða nýlega aukningu á flóttafólki í Evrópu út frá efnahagslegu sjónarmiði. Þessi skýrsla er undirstaða þessarar ritgerðar og voru útreikningar hennar yfirfærðir á íslenskt hagkerfi. Niðurstöður voru þær að þrátt fyrir að eyða tiltölulega lágum fjárhæðum til málefna flóttamanna og hælisleitenda er Ísland að uppskera aukna verga landsframleiðslu, en hún er að öllum líkindum til komin vegna aukinnar eftirspurnar á vörum og þjónustu. Greining á vinnumarkaðnum sýndi fram á að aukning á störfum hér á landi er mun meiri en aukning á vinnuafli og nauðsynlegt að flytja inn erlent vinnuafl til að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu. Flóttafólk tekur við störfum sem heimamenn fúlsa við, auka lýðfræðilegan fjölbreytileika samfélagsins og aðstoða við að borga skuldir landsins. Að hjálpa flóttafólki í leit að öruggara og betra lífi er ekki bara góðgerðastarf hjá ríkinu heldur einnig ávinningur fyrir markaðinn og atvinnulífið. Flóttafólk hefur þjáðst nóg og móttökulönd ættu ekki að setja þeim stólinn fyrir dyrnar þegar það hefur nýtt líf. Það er hagur allra að nýta orku þeirra og hæfileika til hins ýtrasta.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSC-ritgerð viðskiptafræði.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna