is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28229

Titill: 
  • Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið ört síðastliðin ár og haft víðtæk áhrif um allt land. Hún hefur tekið fram úr öðrum útflutningsgreinum landsins og er nú sú stærsta. Áhrif ferðaþjónustunnar eru víðtæk og margvísleg, jafnt hérlendis sem erlendis og getur myndast ágreiningur milli jákvæðra og neikvæðra áhrifa hennar, allt frá umhverfislegum áhrifum til efnahagslegs ávinnings.
    Í ritgerðinni eru reifuð margvísleg áhrif ferðaþjónustunnar á samfélög, allt frá hinum almennu áhrifum þeirra á heimsvísu og yfir til hinna sértæku áhrifa á einstaka sveitarfélag á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að greina staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð með hliðsjón af rannsókn sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði gerði þar sem lagt var mat á störf innan ferðaþjónustunnar í Hornafirði. Í henni voru aðeins tiltekin þau beinu störf sem voru hjá afþreyingarfyrirtækjum, veitingastöðum, gistiheimilum og þjóðgarði á svæðinu. Höfundar gerðu sambærilega rannsókn fyrir árið 2016 en hún var þó víðtækari og tók einnig til óbeinna þátt, s.s. húsnæðis, og verslunar. Samanburður rannsóknanna tveggja leiddi í ljós að fjöldi starfa í ferðaþjónustu á svæðinu hefur aukist verulega en aukning íbúafjöldans á svæðinu hefur ekki haldist í hendur við aukningu starfa í ferðaþjónustunni. Mikill húsnæðisskortur hefur verið í sveitarfélaginu á undanförnum árum og hafa því færri en vildu getað sest að í sveitarfélaginu. Ferðaþjónustan hefur því haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á samfélagið á Höfn þó þau jákvæðu vegi þyngra.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð.pdf1,22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna