is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28232

Titill: 
  • Framþróun alþjóðageirans á Íslandi : stendur skortur á erlendri fjárfestingu í vegi fyrir vexti alþjóðageirans?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 byrjaði vinna sem miðaði að því að endurskilgreina hvaða leiðir Ísland ætti að fara til þess að búa við stöðugan og heilbrigðan hagvöxt til ársins 2030. Sú vinna endaði svo með skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company gaf út árið 2012. Í skýrslunni voru lagðar fram tveir megin tillögur að því hverju ætti að breyta hér á landi til þess að efla hagvöxt. Önnur þessara tillagna var að efla útflutningstekjur alþjóðlega íslenskra fyrirtækja. Núna 5 árum seinna hefur alþjóðageirinn hins vegar staðið í stað. Rannsókn verkefnisins miðaði að því að svara því hvort skortur á erlendri fjárfestingu ætti þar hlut að máli.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að svo sé ekki. Erlent fjárfestingarstig hérlendis hefur verið heilbrigt undanfarin ár sé miðað við löndin í kringum okkur. Þá hefur erlend fjárfesting hér á landi verið tiltölulega há í sögulegu samhengi. Niðurstöður djúpviðtala bentu til þess að forsvarsmenn alþjóðlegra fyrirtækja hér á landi könnuðust ekki við skort ár erlendri fjárfestingu.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framthroun_althjodageirans_a_Islandi.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna