is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28234

Titill: 
  • Ólgusjór bankageirans : aukin tækninotkun neytenda, nýjar reglugerðir, Fintech fyrirtæki og breytingar í neyslumynstri viðskiptavina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ný reglugerð er varðar greiðsluþjónustu mun breyta bankaþjónustu eins og hún þekkist í dag. Bankar munu neyðast til að opna á gögnin sín sem mun gera þriðja aðila kleift að bjóða upp á fjármálatengda þjónustu með markvissari hætti en áður.
    Í þessu verkefni er fjallað um bankageirann og þær ógnir sem að honum stafa ekki hvað síst með tilkomu nýrrar reglugerðar, aukinnar tækninotkunar viðskiptavina og aukins ágangs frá Fintech fyrirtækjum. Greint verður frá þeim breytingum sem orðið geta á greiðsluþjónustu bankanna og þeim þjónustu nýjungum sem sprottið geta upp þegar opnað verður á gögn bankanna. Einnig verður farið yfir þær leiðir sem bankar geta farið til þess að bregðast við nýrri reglugerð og horft verður til mögulegs bankamódels framtíðarinnar.
    Verkefnið leiddi í ljós að bankar standa frammi fyrir ógnum og þurfa að bregðast við, ætli þeir sér ekki að enda eins og risaeðlurnar sem enginn ógnaði þar til loftsteinninn skall á jörðinni. Kröfur neytenda verða sífellt meiri og viðskiptavinir bankanna vilja meiri sjálfvirkni í viðskiptum við þá samkvæmt niðurstöðu spurningakönnunar.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólgusjór bankageirans.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna