Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28235
Rannsókn þessi fjallar um fjárhag og fjárhagslega sjálfbærni sveitarfélaga. Til að rannsaka það er nauðsynlegt að ákvarða hvaða kennitölur og hlutföll segja til um fjárhagslega sjálfbærni sveitarfélaga. Þekkingu á málefninu var aflað með heimildavinnu, djúpviðtölum og spurningalista. Allir þátttakendur spurningalistans voru tengdir fjármálum síns sveitarfélags. Í framhaldi af því þurfti að búa til líkan með helstu atriðum í þeim tilgangi að meta sveitarfélögin á sameiginlegum grundvelli. Líkanið veitti upplýsingar um hversu fjárhagslega sjálfbært eða ósjálfbært hvert og eitt sveitarfélag er miðað við heildina, ásamt því að veita samanburð á fjárhagslegum upplýsingum sveitarfélaganna.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar veittu upplýsingar um hversu fjárhagslega sjálfbært hvert og eitt sveitarfélag er í samanburði við önnur sveitarfélög. Líkanið er þar af leiðandi fjárhagslegur leiðarvísir fyrir sveitarstjórnir í sveitarfélögum til viðmiðunar um mat á eigin stöðu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjárhagsleg sjálfbærni sveitarfélaga.pdf | 1,09 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |