is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28236

Titill: 
 • „Hver kona er bara einstök“ : reynsla og upplifun íslenskra kvenna af breytingaskeiðinu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur rannsóknar: Reynsla og upplifun hverrar konu af breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf er einstaklingsbundin en mögulegar umbreytingar í formi líkamlegra og sálrænna einkenna geta haft veruleg áhrif á lífsgæði kvenna. Markviss fræðsla og upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum ásamt stuðningi getur haft bætt áhrif á viðhorf kvenna til þessa skeiðs en jákvætt viðhorf getur stuðlað að aukinni vellíðan og minnkun einkenna.
  Tilgangur rannsóknar: Megintilgangur rannsóknarinnar var að dýpka skilning á því hvernig líkamleg og sálræn líðan íslenskra kvenna er kringum breytingaskeiðið. Leitast var við að leiða í ljós meiri þekkingu á viðhorfum og bjargráðum íslenskra kvenna á þessu skeiði svo koma megi betur til móts við konur og styðja með meiri og ítarlegri fræðslu og þjónustu frá fagaðilum innan heilbrigðisþjónustunnar.
  Aðferðarfræði: Notuð var fyrirbærafræðileg aðferð samkvæmt greiningar-aðferð Vancouver-skólans. Tekin voru tvö einstaklingsviðtöl í gegnum samskiptaforritið Skype við 11 íslenskar konur á aldrinum 45-64 ára. Um var að ræða sjálfboðaliðaúrtak þar sem auglýst var eftir þátttakendum.
  Niðurstöður: Yfirþema rannsóknarinnar var „hver kona er bara einstök“ sem lýsir því hversu einstaklingsbundin líðan kvennanna var á breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf. Allir þátttakendur í rannsókninni greindu frá breytingum sem þeir fundu á skeiðinu ýmist í formi líkamlegra einkenna og/eða jákvæðra eða neikvæðra sálrænna einkenna. Þátttakendur greindu jafnframt allir frá áhrifum einkenna á nánd eins og kynlíf og þar með sambönd við maka sína. Áhrif og mikilvægi stuðnings og stuðningsleysis frá maka kom einnig fram í viðtölunum. Mjög einstaklingsbundið var hvort og þá hvernig bjargráð þátttakendur höfðu nýtt sér ef einkenna varð vart. Bjargráð sem konurnar nýttu sér voru m.a. lífsstílsbreytingar í formi breytts mataræðis og reglulegrar hreyfingar ásamt notkun hormóna og náttúrulyfja. Fræðsluþörf var einnig mjög einstaklingsbundin og kom fram að vöntun er á ítarlegri upplýsingagjöf til handa konum á þessu skeiði og fannst þeim að sú fræðsla ætti að vera sem mest frá heilbrigðisyfirvöldum.
  Ályktun: Vitað er að líðan kvenna á breytingaskeiðinu er mismunandi frá einni konu til annarrar. Jákvætt viðhorf og stuðningur bæði frá maka og fagfólki eru því sérlega mikilvægir þættir þegar um einkenni er að ræða er hafa mikil áhrif á daglegt líf. Aukin fræðsla og betra aðgengi að traustum upplýsingum frá fagfólki getur því stuðlað að auknum lífsgæðum kvenna.
  Lykilorð: Konur, breytingaskeið, lífsgæði, stuðningur, fræðsla

 • Útdráttur er á ensku

  Research background: The experience of perimenopause and postmenopause can vary among women, but the possible transformation in the form of physical and psychological symptoms can significantly affect the quality of life for women. Information and support from health authorities can improve the attitudes among women towards this period of their lives. Moreover, a positive attitude can further contribute to improve the well-being and relief symptoms.
  Purpose: The aim was to deepen the understanding of how the physical and psychological well-being of Icelandic women is around menopause. An attempt was made to gain insight into Icelandic womens´ attidudes and their knowlegde particulary, their coping mechanishm. Hopefully, this insight will aid the support and provide them with more detailed information and services with the help of professionals within the health services.
  Method: The research was performed by using a qualitative method, based on the Vancouver School of phenomenology. The participants were eleven Icelandic women, aged 45-64 years. Two individual interviews were performed with each participant via Skype. The sample consisted of volunteers who were reached by the use of advertisement.
  Results: The theme of the study was "every woman is just unique" describing how the experiences of the menopause is different among women when it comes to the quality of life. All participants in the study reveal their experiences, either in the form of physical symptoms and/or postive or negative psychological symptoms. Participants also talked about effects on intimacy like sexual life and therefore effects on their relationships with their spouses along with the impact and importance of support and lack of support. It varies between individuals whether and how the participants coped with their symptoms. The women in the study used variety of coping strageties in order to relieve their symptoms, including change of lifestyle such as modified their diet and regular exercises, hormonal intake and herbal medicine. Educational needs also varied between the women and it became clear that there is a lack of in-depth information for women during this period. Thus, more information and education regarding the topic is needed from the health authorities to prompte awerness.
  Conclusion: It is known that the well-being of women during menopause varies from one woman to another. A positive attitude and support are particularly important factors when it comes to symptoms that have major impacts on daily life. More education and better access to reliable information from professionals can contribute to improving the quality of life.
  Keywords: Women, menopause, well-being, support, education.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.12.2018.
Samþykkt: 
 • 13.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Ásthildur Björnsdóttir Maí 2017.pdf6.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Meistararitgerð - Ásthildur Björns - Efnisyfirlit.pdf187.42 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Meistararitgerð - Ásthildur Björns - Heimildaskrá.pdf150.93 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Meistararitgerð - Ásthildur Björns - fylgiskjöl.pdf5.07 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna