is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28238

Titill: 
  • Áhrif mismunandi jarðvinnslu á vöxt og þroska byggs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hefðbundin jarðvinnsla við kornsáningu er plæging auk sáðbeðsvinnu. Á norðlægum slóðum hafa bændur stundum plægt eða herfað akra á haustin til að flýta fyrir jarðvinnslu og sáningu á vorin. Víða í heiminum er vaxandi áhugi á að skipta út plægingu fyrir minni jarðvinnslu eða ísáningu, þ.e. sá beint í óunnin svörð til að spara tíma og orku. Til að bera saman ólíkar jarðvinnsluaðferðir við íslenskar aðstæður voru lagðar út jarðræktartilraunir í Keldudal í Skagafirði þar sem borin var saman byggrækt með fimm mismunandi jarðvinnsluaðferðum á þremur mismunandi jarðvegstegundum. Borin var saman haustplæging, haustherfing – vorplæging, vorplæging, plógherfing og ísáning. Sáðbeðsvinna var herfing með pinnatætara og eins í öllum jarðvinnsluliðum. Jarðvegurinn sem tilrauninar voru á var framræstur kýfður mýrarjarðvegur, mólendisjarðvegur og leirborinn sandjarðvegur. Jafnframt voru skoðuð áhrif vaxandi köfnunarefniskammta og vaxandi sáðskammta. Í annari tilraun voru skoðuð áhrif illgresiseyða og sveppaeyða á plægðum, plógherfuðum eða ísáðum móajarðveg. Helstu niðurstöður voru að lítill munur var á uppskeru plægingaliða. Haustvinnsla á jarðvegi seinnkaði hlýnun jarðvegs að vori. Haustherfing flýtti ekki vorvinnu. Létt jarðvinnsla eins og plógherfing getur gefið sambærilega uppskeru og plæging á öllum jarðvegsgerðum en það þarf að meðhöndla akrana með illgresiseyðum og á léttum jarðvegi þarf að auka áburðarskammta um 20-30%. Ísáning gaf marktækt lélegri uppskeru en plæging á öllum jarðvegsgerðum. Notkun illgresiseyða og sveppaeyða eykur mest uppskeru við ísáningu.

  • Útdráttur er á ensku

    Traditional soil preparation for grain cultivation is plowing followed by harrowing. In cold temperate areas, farmers often plow or harrow fields in the autumn to save time in the spring. There is growing interest in replacing plowing with lighter soil cultivation to save time and energy. Experiments where conducted in 2013 and 2014 at Keldudalur in Skagafjörður to compare the effect of five different soil treatments at three different soil types on barley yields under Icelandic conditions. The methods where autumn plowing, autumn harrowing - spring plowing, spring plowing, tine harrowing with wing share and direct seeding. Seedbed was harrowed with a power harrow and was the same in all cultivating methods. The experimental soils was drained andic histosol, dryland brown andosol and silty vitrisol. The effects of increasing nitrogen doses and increasing seed doses were also included. In 2015 at the same location, effects of herbicide and fungicide threatments on barley yield where examined on brown andosol that was either plowed, tine harrowed with wing share or direcly seeded. That was little difference in grain yield wheather the soil was plowed in the autum or the spring. Autumn cultivation delayed warming of the soil in the spring. Autumn harrowing did not speed up the cultivating process in the spring. Compared to plowing, tine harrowing with wing share can provide comparable crops on all soil types, but it needs to be treated with herbicides and fertilizer doses need to be increased by 20-30% on light soil. Direct seeding yielded a significantly poorer harvest than plowing in all soil types. The use of herbicides and fungicides increased yield the most when direct seeding was used.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Þórarinn Leifsson 2017.pdf6.42 MBOpinnPDFSkoða/Opna