is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28239

Titill: 
  • Straumlínustjórnun sprotafyrirtækja í upplýsingatækni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar talað er um sprotafyrirtæki eða sprotastarfsemi er átt við fyrirtæki eða einingu innan fyrirtækis sem hönnuð er til að búa til nýja vöru eða þjónustu og starfar í umhverfi sem einkennist af mikilli óvissu. Óvissan veldur því að það getur verið áhættusamt fyrir sprotafyrirtæki að fullþróa vöru í einu skrefi og setja á markað. Þegar svo háttar til getur verið erfitt að beita hefðbundnum aðferðum, þ.e. byggja starfsemina á góðri áætlun og vel mótaðri stefnu sem aftur byggir á viðamiklum markaðsrannsóknum. Það er úr slíkum jarðvegi, þ.e. erfiðleikum við að beita hefðbundinni aðferðafærði, sem aðferðafræði straumlínustjórnunar sprotafyrirtækja (e. lean startup) er sprottin. Hún byggir á eftirtöldum fimm grunnstoðum (e. principles): 1) Að frumkvöðla megi finna í öllum fyrirtækjum. 2) Að frumkvöðlastarfsemi krefjist stjórnunar. 3) Mikilvægi þess fyrir frumkvöðlafyrirtæki að afla sér eins mikillar þekkingar og frekast er unnt. 4) Að fyrirtæki vinni að stöðugum endurbótum á vörunni og noti til þess ferli sem kallast byggja, mæla, læra hringrásin. 5) Að frumkvöðlafyrirtæki þurfa að nota aðra leið en hefðbundin fyrirtæki til að mæla árangur. Í ritgerðinni er fjallað um þessa aðferðafræði og leitað svara við því hvort hún sé líkleg til árangurs fyrir fyrirtæki sem tengjast upplýsingatækni. Meginrannsóknarspurningin er: Hvernig hefur íslenskum upplýsingatækni-fyrirtækjum tekist að beita aðferðafræði straumlínustjórnunar í sprotastarfsemi sinni? Í þeim tilgangi að reyna að svara þeirri spurningu voru m.a. tekin viðtöl við starfsmenn fjögurra íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja jafnframt því sem leitað var svara við fjórum undirrannsóknarspurningum. Í umfjöllun um megin niðurstöður ritgerðarinnar segir m.a. eftirfarandi: „Framangreindar niðurstöður varðandi rannsóknarspurningar 1-4 gefa vísbendingar um að fyrirtækin hafa þurft að aðlaga aðferðafræðina að sínum rekstri. Þannig virðist ljóst að ekkert þeirra fyrirtækja sem rætt var við fylgdi aðferðafræðinni frá a-ö.“ Síðar segir einnig: „Af þessu verður dregin sú ályktun að svarið við meginrannsóknarspurningunni sé að þeim fjórum íslensku upplýsingatæknifyrirtækjum sem tóku þátt í rannsókninni hafi gengið nokkuð vel að beita þeim hluta aðferðafræðinnar sem þau gátu nýtt sér.“ 

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28239


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bsc ritgerð.pdf887.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna