is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28240

Titill: 
 • Breytingar þurfa að vera samvinnuverkefni : reynsla millistjórnenda á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni af því að leiða breytingar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu millistjórnenda á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni af því að leiða breytingar og af stuðningi og stuðningsleysi í því samhengi.
  Aðferð. Notuð var fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð, Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. Gögnum var safnað með viðtölum við 12 millistjórnendur á íslenskum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni sem leitt höfðu breytingar. Margar ástæður voru fyrir breytingunum, svo sem fyrirmæli frá yfirmönnum, verklagsbreytingar, sameiningar stofnana og flutningur á starfsemi starfsstöðva þeirra.
  Niðurstöður. Yfirþema rannsóknarinnar og megin niðurstaða er: Breytingar þurfa að vera samvinnuverkefni. Þátttakendum bar saman um að til að leiða breytingar þurfi millistjórnandinn að hafa fólk með sér, hvort sem það eru yfirmenn, undirmenn eða samfélagið. Til að ná þessari samvinnu og fá fólk með sér, skipti stjórnandinn sjálfur miklu máli, menntun hans, þekking, reynsla, kjarkur og áræðni, en einnig sú streita og það álag sem þegar var á stjórnandanum. Eflandi áhrifaþættir í breytingaferlinu voru stuðningur yfirmanna, undirmanna og samfélagsins, ásamt sigrum í breytingaferlinu. Algengasta form stuðnings yfirmanna var virk hlustun og hvatning. Þátttakendur rannsóknarinnar virtust hafa talsvert sjálfstæði í vinnu sinni og voru þakklátir fyrir það. Helstu hindranir í breytingaferlinu voru í tengslum við hraða breytinga, ónógt fjármagn og ósátta undirmenn, sem veittu breytingunum mótspyrnu. Breytingaferlið sjálft markaði reynslu millistjórnendanna og þá helst tilurð breytinganna, undirbúningur stjórnandans og framkvæmd breytingaferlisins, en þátttakendur rannsóknarinnar upplifðu talsverða streitu við að leiða breytingarnar. Að lokum komu fram þættir um það sem betur hefði mátt fara í innleiðingu breytinganna, svo sem skýrari framtíðarsýn fyrir heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og markviss handleiðsla fyrir millistjórnendur.
  Ályktanir. Rannsóknin veitir fáséða innsýn í reynslu millistjórnenda á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Þróa þyrfti skýrari framtíðarsýn fyrir slíkar stofnanir og fá millistjórnendur með í þá vinnu. Þá er ljóst að millistjórnendur þurfa handleiðslu og stuðning, einkum ef þeir eiga að leiða breytingar.
  Lykilhugtök: Millistjórnendur, breytingaferli, leiðtogahæfni, fyrirbærafræði, viðtöl.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to increase knowledge and deepen understanding of the experience of middle-managers of healthcare institutions in rural areas of leading changes and of support and lack of support in that context.
  Methodology. In this phenomenological research, data was collected through interviews with 12 middle-managers in healthcare institutions in rural areas that had lead changes. Many reasons were behind the changes e.g. orders from superiors, procedural changes, merger of institutions and relocation of the institution.
  Results. The overarching theme and the main result of the study is: Changes need to be cooperative. To achieve this cooperation and get people with you, the managers themselves were considered important, their education, knowledge, experience, courage and determination, and the stress and the strain that was already on the middle-manager. Enhancing factors in the change-process were supportive superiors, subordinates and society, as well as victories in the change-process. The most common support of superiors was active listening and motivation. Participants of the study said they had considerable autonomy in their work and were grateful for that. The main obstacles in the change-process were related to limited time, inadequate resources and dissatisfied employees who resisted the change. The change-process itself influenced the middle-managers greatly, mainly how the changes came about, the preparation of the middle-manager and the implementation of the change-process. The participants experienced considerable stress in leading the changes. Finally, room for improvements in the implementation of the changes is delineated, such as clearer vision for healthcare institutions in rural areas and effective guidance for middle-managers.
  Conclusions. The study provides a rare insight into the experience of middle-managers of healthcare institutions in rural areas. A clear vision for such institutions need to be developed. Finally, middle-managers in rural areas need effective guidance and support, especially if they are to lead changes.
  Key words: Middle-managers, the change-process, leadership, phenomenology, interviews.

Samþykkt: 
 • 13.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28240


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Breytingar þurfa að vera samvinnuverkefni.pdf18.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna