is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28243

Titill: 
 • Tómstundaiðja fatlaðra barna : samanburðarrannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þátttaka í tómstundaiðju er mikilvæg fyrir almennan þroska barna. Fötluð börn fá yfirleitt ekki sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra til að stunda tómstundaiðju. Þátttaka þeirra í tómstundaiðju er minni og fábreyttari en annarra barna og oftar en ekki rekast þau á ýmis konar hindranir sem geta dregið úr þátttöku. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en tilgangur hennar var að afla þekkingar á þátttöku fatlaðra grunnskólabarna í tómstundaiðju og skoða hvort munur var á þátttöku þeirra og jafnaldra þeirra. Jafnframt var tilgangurinn að kanna möguleika fatlaðra barna til að stunda tómstundaiðju og viðhorf foreldra þeirra til tómstundaiðjunnar sem börnunum bauðst eða sem þau tóku þátt í. Rannsóknin var lýsandi samanburðarrannsókn með þversniði. Þátttakendur voru annars vegar öll fötluð börn (n=96) sem fengu þjónustu frá Fjölskyldusviði Akureyrarbæjar og hins vegar einfalt slembiúrtak úr hópi jafnaldra þeirra á Akureyri (n=210). Gögnum var safnað með spurningalista. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að fötluðu börnin tóku mun minni þátt í tómstundaiðju en jafnaldrar þeirra og tómstundaiðja þeirra var einnig töluvert fábreyttari. Auk þess að taka sjaldnar þátt var virkni fötluðu barnanna minni og þátttakan veitti þeim síður ánægju. Þá stunduðu fötluðu börnin síður tómstundaiðju sína með vinum en frekar með fjölskyldu sinni. Það sem hindraði fötluðu börnin mest var skortur á aðstoð. Flestum foreldrum fötluðu barnanna fannst þátttaka í tómstundaiðju mikilvæg fyrir barnið en að lítið framboð væri á tómstundaiðju sem hæfði barni þeirra. Niðurstöðurnar má nýta til að byggja upp frekari tómstundatilboð sem henta fyrir fötluð börn og bæta þá þjónustu sem nú þegar er til staðar. Huga þarf að réttindum og þörfum fatlaðra barna og gera ráðstafanir til að ýta undir þátttöku þeirra í tómstundaiðju. Einnig er mikilvægt að greina hindranir í umhverfinu sem unnt er að fjarlægja.

 • Útdráttur er á ensku

  Participation in leisure activities is important for the development of disabled children. Disabled children generally do not have equal opportunities as their peers for leisure activities. Their participation in leisure activities is less and not as diverse compared to other children, and they often come across various barriers that can discourage participation. This study is the first kind in Iceland. Its purpose was to gather information on participation in leisure activities by disabled children by age 6-16 and conclude if their participation varies from their peers. Furthermore, the study aimed to explore the options in leisure activities available to disabled children and the parent’s view toward the leisure activities that were available or toward the ones they engaged in. This was a descriptive cross sectional study with a two-group comparison. The participants were in two groups: one was all disabled children (n=96) which received services from the family-service unit at the municipality of Akureyri, and another simple random sample group from among their peers in Akureyri (n=210). The data was collected by questionnaire.
  The results showed that the disabled children were much less involved in leisure activities compared to their peers and their activities were less diverse. In addition to less participation, the engagement of the disabled children was less, and it gave them less fulfillment compared to their peers. The disabled children participated more in leisure activities with their family members than with their friends. The biggest barriers for the disabled children was lack of assistance. Most parents of disabled children felt that participation in leisure activities was important for the child, but that the selection of activities suited for their child was very limited. The results can be used to design more leisure options for disabled children and to improve the services that they currently receive. The rights and needs of disabled children must be considered and means taken to increase their participation in leisure activities. It is also important to identify obstacles in the environment that can be removed.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 18.4.2018.
Samþykkt: 
 • 13.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tómstundaiðja fatlaðra barna samanburðarrannsókn.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna