is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28247

Titill: 
 • Skjólstæðingsmiðuð þjónusta á tveimur deildum Sjúkrahússins á Akureyri : samanburðarrannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lengi mælt með því að heilbrigðisþjónusta sé betur sniðin að notendum. Meðal fræðimanna og fagfólks er einnig vaxandi umræða um skjólstæðingsmiðaða þjónustu með áherslu á heildrænar þarfir fólks, valdeflingu og þátttöku í eigin þjónustu.
  Markmið: Að rannsaka að hvaða marki þjónustan á endurhæfingardeild Sjúkrahússins á Akureyri væri skjólstæðingsmiðuð og hvort munur væri á þjónustu endurhæfingardeildar og bráðageðdeildar í þessu tilliti.
  Aðferð: Notuð voru fyrirliggjandi gögn sem safnað hafði verið frá skjólstæðingum endurhæfingardeildar og geðdeildar á samsvarandi hátt en á mismunandi tímabilum. Gagnanna var aflað með matstækinu „Spurningalisti um skjólstæðingsmiðaða þjónustu“. Listinn inniheldur 31 fullyrðingu sem deilast á sjö undirflokka skjólstæðingsmiðaðrar þjónustu, þ.e. Viðhorf og stuðningur, Ákvarðanir og markmið, Umhyggja, Fræðsla og upplýsingagjöf, Samskipti við aðstandendur, Samræmi og samfella og Ferli og útkoma. Reiknað meðaltal svara innan viðkomandi flokks sýnir hversu skjólstæðingsmiðuð þjónustan telst innan þess flokks, á kvarðanum 0-5. Hærra gildi táknar meira skjólstæðingsmiðaða nálgun.
  Niðurstöður: Þátttakendur voru 56 (35 konur) af endurhæfingardeild og 30 (19 konur) af geðdeild. Á endurhæfingardeildinni mældust sex flokkar yfir fjórum að meðaltali (4,02 ±0,60 – 4,5 ±0,49), en einn undir fjórum (2,90 ±1,0). Á geðdeildinni mældust fjórir flokkar yfir fjórum (4,08 ±0,60 – 4,13 ±0,64), en þrír undir fjórum (3,79 ±0,64 - 3,95 ±0,69). Munur var á milli deilda (p<0,05) í flokkunum Viðmót og stuðningur, Umhyggja og Samskipti við aðstandendur. Síðastnefndi flokkurinn mældist lægstur á báðum deildum.
  Umræða og ályktanir: Þjónusta beggja deilda mælist í allgóðu samræmi við hugmyndir um skjólstæðingsmiðaða þjónustu. Styrkur þjónustunnar, sérstaklega á endurhæfingardeildinni, liggur í hlýju viðmóti og umhyggju starfsfólksins. Hins vegar virðist starfsfólki beggja deilda minna tamt að huga að mögulegum þörfum aðstandenda og niðurstöðurnar sýna að efla mætti þann þátt þjónustunnar. Munur á milli deilda gæti stafað af ólíkum þörfum eða aðstæðum skjólstæðinga þeirra og eða hugsanlega ólíkum áherslum í þjónustu deildanna.
  Lykilorð: Skjólstæðingsmiðuð þjónusta, samanburðarrannsókn, endurhæfing, geðræn veikindi.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: It is recommended for health services to become more client-centred. Furthermore, there is a growing discourse about holistic approach with empowerment and participation of clients.
  Purpose: To explore to what extent rehabilitation at Akureyri Hospital was client-centred and if and how it differed from an acute psychiatric service on this matter.
  Method: Available data were used, collected from two groups of clients with the same tool, Client-Centred Service questionnaire, but at different times. The questionnaire contains 31 statements, divided into seven subscales regarding client-centred services, i.e. Decision-making and goal-setting, Client-centred education, Evaluation of outcomes from client’s perspective, Family involvement, Emotional support, Co-ordination/continuity and Physical comfort. Calculated averages within the subscales indicate how client-centred the service is, on a scale from 0-5, where a higher number means a more client-centred approach.
  Results: Fifty six participants (35 females) had received rehabilitation and 30 (19 females) psychiatric service. In the rehabilitation group six subscales had a mean of at least four (4,02 ±0,60 – 4,5 ±0,49), with one being lower (2,90 ±1,0). In the psychiatric group four subscales had a mean of at least four (4,08 ±0,60 – 4,13 ±0,64), with three under being lower (3,79 ±0,64 - 3,95 ±0,69). The groups differed in three subscales (p<0,05), Emotional support, Physical comfort and Family involvement, which was the lowest for both groups.
  Discussion and Conclusions: Both groups received service that matched rather well to the description of client-centred service. The main strengths, especially for the rehabilitation group, were the warm attitude and concern of the staff. On the other hand, for both groups the staff seemed not used to attend especially to the relatives’ needs and the results point to a need for a improvement of this dimension. The difference between the groups might be explained by dissimilar needs and situations of the participants and/or possible dissimilarities in service.
  Keywords: Client-centredness, comparative study, rehabilitation, mental health.

Samþykkt: 
 • 13.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skjólstæðingsmiðuð þjónusta á tveimur deildum Sjúkrahússins á Akureyri Samanburðarrannsókn.pdf2.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna