is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28249

Titill: 
 • Streita, kulnunareinkenni og bjargráð á meðal hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur rannsóknar: Starf hjúkrunarfræðinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum sem ýta undir streitu og kulnun í starfi með áhrifum á andlega og líkamlega heilsu. Mikilvægt er að sporna við þessari þróun með notkun bjargráða.
  Tilgangur rannsóknar: Að skoða streitueinkenni á meðal hjúkrunarfræðinga síðastliðinn mánuð, persónu-, vinnu- og skjólstæðingstengd kulnunareinkenni og bjargráð þeirra í erfiðum aðstæðum.
  Aðferð: Megindleg lýsandi þversniðsrannsókn með tilgangsúrtaki. Alls voru 425 hjúkrunarfræðingum á tveimur sviðum á Landspítala háskólasjúkrahúsi og á Sjúkrahúsinu á Akureyri boðin þátttaka. Rannsóknin er hluti af áframhaldandi rannsókn. SPSS 22 tölfræðiforritið var notað til gagnavinnslu. Notaðir voru spurningalistarnir Perceived Stress Scale (PSS), Copenhagen Burnout Inventory (CBI) og Ways of Coping (WOC).
  Niðurstöður: Unnið var með gögn frá 164 þátttakendum. Allir spurningalistarnir sýndu góðan áreiðanleika (Cronbach Alpha). Megin niðurstöður sýndu að þátttakendur yngri en 40 ára skoruðu marktækt hærra á streitukvarðanum (PSS) en þeir sem voru eldri en 40 ára (p<0,001). Hjúkrunarfræðingar með starfsaldur undir 10 ár sýndu marktækt alvarlegri streitueinkenni en þeir sem voru með starfsaldur hærri en 10 ár (p<0,004). Yngri en 40 ára sýndu marktækt verri kulnunareinkenni en þeir sem eldri voru: persónutengd (p<0,011), starfstengd (p<0,018), skjólstæðingstengd (p<0,017). Marktækur munur var á lýsingu þátttakenda á mati þeirra á hvort mönnun væri í góðu lagi á vinnustað, á skurðlækningasviði (60%), á lyflækningasviði(40%), (p<0,001). Mönnun var frekar talin óviðunandi eða algerlega óviðunandi af 58% hjúkrunarfræðinga á lyflæknissviði, á meðan 24% hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði lýstu henni þannig.
  Ályktanir: Þó taka beri niðurstöðum með varúð vegna lítils úrtaks gefa þær sterkar vísbendingar um að yngri hjúkrunarfræðingar og styttri starfsaldur auki líkur á óvinnutengdri streitu og kulnun. Frekari rannsókna er þörf til að meta sérstaklega líðan og bjargráð hjúkrunarfræðinga með mismunandi starfsaldur og frá ólíku vinnuumhverfi. Mælitækin PSS og CBI henta vel í rannsóknir á hjúkrunafræðingum þegar skoðuð eru streita og kulnun, en þörf er á frekari þróun á WOC spurningalistanum fyrir rannsóknir á bjargráðum hjúkrunarfræðinga.
  Lykilorð: Streita, kulnun, bjargráð.

 • Útdráttur er á ensku

  Background of the study:The working environment of nurses has changed a lot in recent decades increasing the level of stress and burnout affecting physical and mental health. It is important to find a way to reverse these changes using coping techniques.
  Purpose of the study:The main purpose of this investigation was to study stress among nurses in the last month, person-, work-, and patient-related burnout symptoms and coping methods they use in difficult circumstances.
  Method: Descriptive cross-sectional using a convenience sample. Nurses (n=425) working in surgical- and medical units in Landspítali University hospital and in the regional hospital in Akureyri were invited to take part in this research. This research is a part of a bigger research project. Data analysis was conducted using the computer statistical software package SPSS 22. The questionnaires used were Perceived Stress Scale (PSS), Copenhagen Burnout inventory (CBI) and Ways of Coping (WOC).
  Results: Data was analysed from 164 participants. All the questionaires showed good reliability (Cronbach’s Alpha). The main conclusions were significant differences between nurses nurses under 40 years of age, they had higher stress level (PSS) than nurses older than 40 (p<0,001). Nurses who had been working less than 10 years were at greater risk of serious burnout than those who had worked longer than 10 years (p<0,004). Those younger than 40 years exhibited significantly worse burnout symptoms than those who were older: person related (p<0,011), work related (p<0,018), and patient related (p<0,017). Significant differences were also discovered in how nurses described the work load. Sixty percent of those from the surgical unit but only 40% of those from the medical unit said it was appropriate (p<0,001). The workload was described as unacceptable or totally unacceptable by 58% nurses in the medical unit but only 24% of the nurses in the surgical unit described the workload that way.
  Conclusions: Even though the results should be taken with cautions due to a small sample, they give strong indication that younger nurses and those with fewer working years are more likely to suffer from work-unrelated stress and burnout symptoms. Further research is needed to evaluate the well-being of nurses and their coping in different working environments. The PSS and CBI questionnaires are well suited for research on nurses focusing on stress and burnout but further development is needed for the WOC questionnaire for research on coping in nursing.
  Keywords: Stress, burnout and coping

Samþykkt: 
 • 13.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mai_2017_Meistararannsókn -Berglind Harpa_LOKAEINTAK -PRENTUN.PDF1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna