is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28250

Titill: 
 • Tíðni illrar meðferðar í æsku og áfallastreitueinkenna meðal karlkyns fanga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ofbeldi og vanræksla í æsku móta sjálfsmynd barna og hafa áhrif á þroska heilans og því getur ill meðferð á uppvaxtarárum haft alvarlegar og langvinnar afleiðingar. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að ill meðferð í æsku sé algengari meðal fanga en hjá almenningi og að samband sé milli áfallasögu og afbrotahegðunar. Einnig hefur ítrekað verið sýnt fram á hærri tíðni áfallastreituröskunar meðal fanga en í almennum úrtökum en ómeðhöndluð getur röskunin haft mikil og skerðandi áhrif á líf fólks.
  Í rannsókninni var unnið út frá tveimur rannsóknarspurningum: (1) Hver er tíðni illrar meðferðar í æsku meðal karlkyns fanga á Íslandi? og (2) Hversu hátt hlutfall karlfanga á Íslandi mætir greiningarviðmiðum fyrir áfallastreituröskun? Notast var við tvo spurningalista, Childhood Trauma Questionnaire-Short Form (CTQ-SF) og PTSD Symptom Scale-Self Report (PSS-SR) en báðir höfðu áður verið þýddir og prófaðir á íslenskum úrtökum.
  Niðurstöðurnar leiddu í ljós að ill meðferð í æsku var mjög algeng meðal þátttakenda (n=48) en 87% höfðu upplifað í það minnsta eina af þeim fimm tegundum illrar meðferðar sem metnar voru (M=2,33; sf=1,68). Um 52% höfðu upplifað andlegt ofbeldi, 27% líkamlegt ofbeldi og 48% kynferðisofbeldi af einhverju tagi en rúmlega helmingur þátttakenda greindi frá vanrækslu á uppvaxtarárum sínum. Af þeim þátttakendum sem svöruðu spurningum um einkenni áfallastreituröskunar (n=41) reyndust rúm 63% mæta greiningarviðmiðum fyrir röskunina og greindu þeir allir frá skertum lífsgæðum og/eða skertri virkni vegna einkenna sinna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mikill meirihluti karlfanga á Íslandi hafi sætt illri meðferð í æsku og að stór hluti þeirra þjáist af alvarlegum einkennum áfallastreituröskunar. Rannsakandi telur að með því að innleiða áfallamiðuð úrræði í starfsemi fangelsanna megi bæta virkni og lífsgæði fanga með áfallasögu og draga þannig úr líkunum á endurkomum inn í fangelsin.

 • Útdráttur er á ensku

  Childhood abuse and neglect have been found to affect children´s self-image and interfere with normal brain development, leading to both severe and chronic consequences. Research has revealed a high prevalence of childhood maltreatment in prison populations and its correlation with criminal behavior. Furthermore, research has repeatedly shown a higher prevalence of PTSD symptoms in samples of prisoners than is found in the general public.
  The aims of the current study were to determine the frequency of childhood maltreatment among male inmates in Iceland, and the percentage of male inmates meeting diagnostic criteria for PTSD. Icelandic versions of the Childhood Trauma Questionnaire-Short Form (CTQ-SF) and the PTSD Symptom Scale-Self Report (PSS-SR) were used as measurement instruments in the present study, both which have previously been tested on Icelandic samples.
  Results demonstrate a high prevalence of childhood maltreatment among the sample (n=48), with 87% of participants having experienced at least one of the five categories listed (M=2.33; SD=1.68). Approximately 52% had experienced emotional abuse, 27% physical abuse and 48% sexual abuse, and more than half of the participants reported experiencing neglect in their childhood. For questions concerning symptoms of post-traumatic stress, two thirds of participants met diagnostic criteria for PTSD, all of which expressed a reduced quality of life and/or functional impairment due to their symptoms.
  These results indicate that the majority of male inmates in Icelandic prisons were maltreated during their childhood and that many of them suffer from severe post-traumatic stress symptoms. By integrating trauma-focused interventions into Iceland´s Prison Service, the functioning and quality of life of prisoners could be enhanced, therefore reducing the likelihood of recidivism.

Samþykkt: 
 • 13.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
masterpiece.pdf2.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna