is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28251

Titill: 
  • Samþætting á heimaþjónustu fyrir aldraða : sýn starfsfólks í heimahjúkrun og félagsþjónustu á samþættingu heimaþjónustu fyrir eldra fólk í Reykjanesbæ
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hlutfallsleg fjölgun eldra fólks sem býr við fjölþætt heilsufarsvandamál kallar á samþættingu í þjónustu sem veitt er af mörgum faghópum og þjónustueiningum. Hugtakið samþætt þjónusta á sér margar skilgreiningar og því hefur reynst erfitt að meta árangur samþættra verkefna á vísindalegan hátt. Engin ein leið hefur reynst henta best við innleiðingu á samþættri þjónustu heldur eru það markmiðin sem segja til um hvernig best er að samþætta auk fyrirliggjandi þjónustu. Samþætting er breyting sem þarf tíma og undirbúning. Nauðsynlegt er að skapa samstarfsvettvang fyrir starfsfólk til að samhæfa störf sín og mynda sameiginlegan skilning á markmiðum og verkefnum.
    Tilgangur: Að kanna afstöðu starfsmanna heimahjúkrunar og félagsþjónustu í Reykjanesbæ til samþættingar og samstarfs á milli þessara sömu aðila.
    Aðferð: Rannsóknin er eigindleg þar sem gagna var aflað með einstaklingsviðtölum (n=10) og tveimur rýnihópum (n=13). Bæði einstaklingsviðtölin og rýnihóparnir voru notuð til að ná fram sýn og skilningi starfsmanna til núverandi samstarfs og samþættingar. Með rýnihópunum var reynt að kafa dýpra í málin til að öðlast meiri innsýn í núverandi samstarf og þjónustu. Við gagnagreiningu var beitt innihaldsgreiningu.
    Niðurstöður: Allir þátttakendur voru jákvæðir gagnvart auknu samstarfi og jafnframt höfðu þeir svipaða afstöðu og sýn á þjónustu og hlutverk. Bæta þarf aðgengi starfsfólks að upplýsingum ásamt því að veita tækifæri til að ræða saman, og samræma þarf þjónustumat.
    Ályktanir: Sameiginleg afstaða og sýn þátttakenda varðandi samstarf getur nýst sem grundvöllur aukinnar samþættingar. Samþætting er breytingaferli sem þarf að undirbúa vel og gefa tíma. Skilgreina þarf markmið samstarfs með verkferlum og leiðbeiningum og mikilvægt er að stjórnendur skapi starfsfólki samstarfsvettvang til að stuðla að aukinni samvinnu. Samræma þarf þjónustumat og skilgreina þjónustuþætti hvorrar starfsemi fyrir sig.

  • Útdráttur er á ensku

    The relative increase in elderly people with multiple health problems calls for integration into services provided by many professional groups and service units. The concept of integrated services has many definitions and it has been difficult to assess the performance of integrated projects in a scientific way. No one way has been found to be best suited for the implementation of integrated services. However, it is the goal that decides how best to integrate with the service components in the environment. Integration is a change that requires time and preparation as well as providing staff with a working platform to coordinate their work and form a common understanding of goals and tasks.
    Purpose: to research healthcare workers and social workers position for integration and collaboration on home service for elder people in Reykjanesbær.
    Method: a qualitative study where data was collected through individual interviews (n=10) and two focus groups (n=13). Both the interviews and focus groups were used to collect data on the participants’ views and understanding towards existing collaboration and integration. The focus groups collected more in-depth data on the current collaboration and services. The data was analyzed using content analysis.
    Results: All participants had a positive attitude towards increased collaboration and shared the same views and position on services and roles. Workers access to information needs to be improved along with providing opportunities for them to communicate. The coordination of the service evaluation also needs improvement.
    Conclusion: The views and vision the participants had in common can be used as a platform for improved integration. Integration is a process that requires great preparation and time. The goals need to be defined through procedures and instructions. It is important that the administration creates a platform for cooperation in order to promote teamwork. The service evaluation needs coordination and service components of each operation to be defined.

Samþykkt: 
  • 13.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28251


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samþætting á heimaþjónustu fyrir aldraða – Sýn starfsfólks í heimahjúkrun og félagsþjónustu á samþættingu heimaþjónustu fyrir eldra fólk í Reykjanesbæ.pdf3.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna