is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28255

Titill: 
  • Mat nemenda á einstaklingsmiðun í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftir að einstaklingsmiðun í grunnskólum var sett í lög hafa margir velt því fyrir sér hvort einstaklingsmiðun hafi verið sett á stofn í skólakerfinu. Einstaklingsmiðun í kennslu og námi þýðir að hverjum nemanda er mætt þar sem hann er staddur og þörfum hans er mætt með tilliti til áhuga hans og þroska. Þó ekki sé langt síðan að einstaklingsmiðun var sett í lög hér á landi hafa kennarar reynt að koma til móts við nemendur sína á ýmsa vegu. Til dæmis hefur einstaklingsmiðun verið til staðar áður þar sem ekki hefur reynst vel að fylgja námsskrá bekkjarins.
    Í umræðu um einstaklingsmiðun og þarfir nemenda hefur kyn stundum verið tilefni til umhugsunar og í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á upplifun nemenda af einstaklingsmiðun og tengsl þeirra við kennara.
    Notuð eru gögn frá hinni alþjóðlegu rannsókn ,,Health Behaviour in School-aged Children“ (HBSC) sem lögð var fyrir alla nemendur í tíunda bekk grunnskóla á Íslandi skólaárið 2013-14. Svör nemenda voru skoðuð með gerð t-prófa óháðra úrtaka, dreifigreiningu (ANOVA), krosstöflum, fjölbreytuaðhvarfsgreiningu og kí-kvaðrat marktektarprófum. Til að sýna fram á fekari niðurstöður var notast við súlurit og línurit.
    Leitast er við að svara eftirfarandi spurningum: Eru stelpur líklegri til að eiga í betri samskiptum við kennara sína? Er munur á viðhorfi nemenda til kennara síns eftir því hver meðaleinkunn nemanda er? Er nám nemanda, af báðum kynjum einstaklingsmiðað?
    Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að marktækur munur er á því hvort stelpur og strákar upplifa að nám þeirra og kennsla sé einstaklingsmiðuð, en fleiri strákar upplifa einstaklingsmiðun en stelpur eða tæp 47% stráka og 41% stelpna. Einnig sýndu niðurstöður rannsóknarinnar fram á að viðhorf nemenda til kennara síns hækki eftir því sem huglægt mat á einkunnum þeirra er hærri, alveg óháð kyni.
    Lykilorð: Einstaklingsmiðun, grunnskóli, kyn, kennari, kynjamyndir.

  • Útdráttur er á ensku

    After the individual education in elementary schools was bound by law, many have wondered if individual education is astablished in the school system. Individual education in teaching means that the need of each student is met as required, with regard to the students development and interest. Although it has not been long since individual education was bound by law in this country, teachers have tried to cater to their students in various ways. For example has the individual education been in place before were it has not been possible to follow the classroom curriculum.
    In a discussion about individual education and the needs of students, gender has been a reason for consideration and this essay strives to highlight the experience of the students individual education and their relationship with their teachers.
    Data was used from the international study „Health behavior in School-aged Children“ (HBSC), wich is submitted to all students in tenth grade in every elementary school in Iceland through the school years 2013-14. The students responses was examined with independent sample t-test, analysis of variance (ANOVA), multiple aggression analysis and chi square test. To show further results, a graph and column were used.
    In the attempt to answer the following questions: Are girls more likely to have better communication with their teachers? Is there a difference in the perception of the students towards their teachers depending on their average grade? Is the students education, of both genders individual education?
    The main conclusion of the study is that there is significant difference on wether girls and boys experience that their education and tuition is individualized, more boys experience individualization than girls or about 47 % boys and 41 % girls. The result of the study also demonstrates that the students experience towards their teacher increases as their subjective assessment increases, completely independent of gender.
    keywords: Individualization, elementary school, gender, teacher, gender stereotypes.

Samþykkt: 
  • 14.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA verkefni - word6mai_.pdf650.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna