Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28258
Leikur er mikilvægur fyrir þroska og vellíðan allra barna. Þeim er mikilvægt að fá að leika og taka þátt í leik með öðrum börnum, að eiga félagslega hlutdeild jafnt á við aðra og fá að vera með. Fyrir samfélagið í heild skiptir það máli að öll börn geti leikið sér saman og að hönnun sé á þann hátt að hugað sé að félagslegu gildi leiks. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sum börn hafi færri tækifæri en önnur til að komast um í samfélaginu og að vera virkir þátttakendur. Að eiga hlutdeild í samfélaginu getur, jafnt og leikur, haft áhrif á andlega líðan og þroska barna. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.Sc. prófs í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar sem lýst er í þessari rannsóknaráætlun er að gera úttekt á leiksvæðum Mosfellsbæjar og kanna hvort aðgengi sé í samræmi við algilda hönnun, nýlega samþykktan samning Sameinuðu þjóðanna, lög og reglugerðir. Sú rannsóknarspurning sem mun leiða verkefnið er „Að hvaða marki eru leiksvæði Mosfellsbæjar aðgengileg börnum til leiks, samkvæmt gátlista um útileik og félagslega hlutdeild?“ Rannsóknin er megindleg lýsandi rannsókn og stuðst er við fyrrnefndan gátlista.
Lykilhugtök: algild hönnun, félagsleg hlutdeild, þátttaka, aðgengi, notagildi, leikur, leiksvæði og fötluð börn
Play is highly important for children development and well-being. To them it is important to be equally included in play and to be able to fully participate when playing with other children. When designing for play it is important to implement social inclusion, the society as whole will benefit from all children being able to play together. Studies have shown that some children have less opportunities then others getting around and being active participants in their society. Inclusion can as well as play, affect mental well-being and development. This research proposal is a final thesis for a B.Sc. degree in occupational therapy at the University of Akureyri. The purpose of the research described in this research proposal is to explore how accessible playgrounds in Mosfellsbær are and whether their accessibility is in accordance to Icelandic laws and regulations, Convention on the Rights of Persons with Disabilities as well as universal design. The research question leading the research is “to which extent are playgrounds of Mosfellsbær accessible for play, according to The outdoor play and social inclusion, public play space audit?“ The research will be formulated by descriptive quantitative design and above mentioned checklist will be used to collect data.
Key concepts: universal design, social inclusion, participation, accessibility, usability, play, playgrounds and disabled children
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Efnisyfirlit.pdf | 256,61 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 322,84 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Leiksvæði aðgengi.pdf | 1,27 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |