Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28259
Viðfangsefni þessara ritgerðar er útvarpshlustun ungs fólks. Markmið verkefnisins er að svara því hvert hlutverk útvarps hjá ungu fólki á 21. öldinni sé. Fjallað er um sögu útvarps, breytilegt hlutverk þess í gegnum árin og þær tæknibreytingar sem hafa orðið. Til þess að svara rannsóknarspurningunni voru tekin viðtöl við tvo útvarpsmenn þau Ómar Úlf Eyþórsson á X977 og Valdísi Eiríksdóttur á FM957. Einnig var rætt við fjóra einstaklinga sem falla að markaðshóp þessara stöðva. Öll voru spurð spurninga um hlutverk útvarps í nútímasamfélagi þar sem sífellt meira aðgengi er að hverskyns stafrænu fjölmiðlaefni. Ennfremur var skoðað hvort samhljómur væri milli viðhorfa útvarpsmannanna og hlustenda. Niðurstaða verkefnisins er sú að hlutverk útvarps hefur breyst mikið frá því sem áður var. Úrvalið af tónlist og öðru efni á Internetinu er gríðarlega mikið og útvarpið virðist alls ekki vera fyrsta val hjá ungu fólki. Samkvæmt svörum viðmælanda tengir fólk frekar tónlistarveitur í bílana sína til þess að hlusta á það sem þau vilja.
The main purpose of this thesis is to answer the question what role does the radio have in young peoples life in the 21st century. The history of the radio will be tracked along with it’s history in Iceland and the technical changes throughout the years will also be discussed. To answer the question interviews were performed with two radio hosts, Ómar Úlfur Eyþórsson on channel X977 and Valdís Eiríksdóttur on channel FM957 as well as four other individuals that fit into the age category of these radio channels. It is examined whether there is any context in the approach between the radio hosts and listeners. The conclusion of this assignment is that the radio’s role today is not the same as it used to be before. The variety of media is extremely high and the radio does not seem to be the younger people’s first choice. According to the interviewees answers young people are more likely to plug their music devices to their cars to be able to choose themselves what to listen to.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tónlistin þarf að vera í lagi, annars fer fólk á Spotify; Hlutverk útvarps á 21. öldinni Uppfært.pdf | 874.6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |