is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28263

Titill: 
 • Stefnumiðuð stjórnun í innri endurskoðun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í sinni hreinustu mynd er það markmið allra fyrirtækja að skapa hagnað. Þar af leiðandi eru virðisaukning og verðmætasköpun stjórnendum mikilvæg málefni. Með tækninýjungum og alþjóðavæðingu er rekstrarumhverfi skipulagsheilda síbreytilegt og ávallt í þróun. Stefnumiðuð stjórnun er ferli sem stjórnendur skipulagsheilda geta nýtt sér til að ná settum markmiðum með tilliti til þeirra auðlinda sem þeir hafa og mati á innra og ytra umhverfi þess markaðar sem skipulagsheildin er á. Innleiðing innri endurskoðunar hefur oft verið hluti af innleiðingu stefnumiðaðrar stjórnunar. En innri endurskoðun á að hjálpa skipulagsheildum að ná markmiðum sínum með því að koma með kerfisbundna og agaða nálgun um það hvernig á að meta og bæta skilvirkni ferla áhættustýringar, eftirlits og stjórnarhátta. Stefnumiðuð stjórnun og staðlar innri endurskoðunar bera mikil líkindi og er einungis einn liður stefnumiðaðrar stjórnunar ekki nýttur í stöðlum innri endurskoðunar, en það er framtíðarsýn. Má þannig velta fyrir sér hvort innri endurskoðendur séu að notfæra sér stefnumiðaða stjórnun að mestu leyti, en viti hreinlega ekki af því.
  Rannsókn þessi snýr að því hvort stefnumiðuð stjórnun sé notuð í innri endurskoðun á Íslandi. En könnun var gerð meðal aðila sem fara fyrir innri endurskoðendadeildum sem og einyrkja hér á landi þar sem spurt var út í þessi málefni.
  Niðurstöður leiddu í ljós að stefnumiðuð stjórnun er notuð í skipulagsheildum hér á landi í flestum eða öllum fyrirtækjum sem hafa deild innri endurskoðunar.
  Helmingur svarenda sögðust nota stefnumiðaða stjórnun í sínum störfum en þá má einnig segja að þekking innri endurskoðenda, sem sögðust ekki nota hana, sé góð og að þeir starfi með stefnumótandi hætti.
  En úr niðurstöðum má lesa að það sé skýr ábending um að þeir sem eru að nota stefnumiðaða stjórnun eru að gera meiri úttektir á starfsemi innri endurskoðunar og eru að vanda meira til verka.

Samþykkt: 
 • 14.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28263


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er-stefnumiðuð-stjórnun-notuð-á-Íslandi-við-innri-endurskoðun.pdf898.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna