en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28264

Title: 
  • Title is in Icelandic Æfingaálag og meiðslatíðni. Bráðameiðsli og álagseinkenni meðal ungs íþróttafólks
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Æfingaálag hjá ungu íþróttafólki hefur aukist á síðastliðnum árum. Rannsóknir gefa til kynna að samband sé á milli æfingaálags og meiðslatíðni hjá íþróttafólki. Íþróttameiðsli geta verið stórt vandamál. Lítið er til af rannsóknum á íþróttameiðslum barna og unglinga á Íslandi.
    Markmið: Kanna meiðslatíðni og æfingaálag hjá ungu íþróttafólki, ásamt því að skoða hvort tengsl séu þar á milli. Skoða hvort munur sé á meiðslatíðni og æfingaálagi á milli kynja annars vegar og íþróttagreina hinsvegar. Kanna hvert hlutfall álagseinkenna og bráðameiðsla er af heildarfjölda íþróttameiðsla.
    Aðferðafræði: Tvennskonar spurningalistar voru lagðir fyrir framhaldsskólanemendur á afreksíþróttasviði haustið 2016. Annar þeirra var lagður fyrir nemendur einu sinnu og hinn alls fjórum sinnum yfir 8 vikna tímabil. Gögnum var safnað saman og flutt yfir í Excel og SAS Enterprice Guide 7.1 til úrvinnslu. Notuð voru eftirfarandi tölfræðipróf: Einþátta ANOVA, ANOVA Mixed Models, Logistical aðhvarfsgreining, Poisson aðhvarfsgreining og Generalized Linear Models.
    Niðurstöður: Marktækt minna æfingaálag og lægra meiðslahlutfall er í fótbolta miðað við handbolta og aðrar íþróttagreinar. Ekki er marktækur munur á æfingaálagi og meiðslatíðni milli kynjanna þrátt fyrir að stúlkurnar hafi í öllum tilvikum haft hærri meiðslatíðni. Álagseinkenni mældust marktækt fleiri en bráðameiðslin, bæði hjá stúlkum og drengjum. Ekki er fylgni milli aukins æfingaálags og hærri meiðslatíðni meðal ungs íþróttafólks.
    Ályktanir: Þessi rannsókn var lítil og náði yfir stutt tímabil og það gæti hafa haft áhrif á niðurstöður. Því er þörf á stærri og yfirgripsmeiri rannsókn á þessu sviði hér á landi. Niðurstöður gefa þó innsýn í meiðslatíðni og æfingaálag hjá ungu íþróttafólki í mörgum mismunandi íþróttagreinum og þar með byggt grunn að fyrirbyggjandi aðgerðum.

Accepted: 
  • Jun 14, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28264


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Æfingaálag og meiðslatíðni.pdf5,22 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf267 kBLockedYfirlýsingPDF