is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28267

Titill: 
 • Markviss verkjameðferð eftir liðskiptaaðgerð á hné : þekking og viðhorf hjúkrunarfræðinga til verkja og verkjameðferðar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Liðskiptaaðgerð á hné er sársaukafull aðgerð og eru hjúkrunarfræðingar í mikilvægu hlutverki við að meta verki og veita verkjameðferð. Viðhorf þeirra skiptir þar miklu máli svo og þekking þeirra á eðli verkja svo að verkjameðferðin verði sem markvissust.
  Tilgangurinn með þessu fræðilega yfirliti var að skoða viðhorf og þekkingu hjúkrunarfræðinga og hvort aukin menntun hafi áhrif á gæði verkjameðferðar. Við leituðumst við að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða þekkingu og færni þurfa hjúkrunarfræðingar að búa yfir svo að verkjameðferð eftir liðskiptaaðgerð á hné verði markvissari? Árangursrík verkjameðferð byggir á ítarlegu verkjamati því þurfa hjúkrunarfræðingar að búa yfir þekkingu á eðli verkja, verkjalyfja og hvaða magn er æskilegt að gefa, til að aukaverkanir verði sem minnstar. Mikilvægt er að hlusta á sjúklinginn því að það er hans upplifun á verkjum sem á að meðhöndla. Vanmeðhöndlaðir verkir geta haft ýmsar óæskilegar afleiðingar, bæði andlegar og líkamlegar. Þekking er órjúfanlegur hluti fagmennskunnar og fagmenn eiga að geta samþætt þekkingu og færni í hinu daglega starfi. Hjúkrunarfræðingar sem búa yfir sérþekkingu og faglegri færni eru mikilvæg fagstétt innan heilbrigðisgeirans og geta þeir haft áhrif á gæði þjónustunnar sem veitt er. Það er von okkar að efni ritgerðarinnar opni umræðuna um mikilvægi jákvæðs viðhorfs meðal hjúkrunarfræðinga gagnvart verkjum og verkjameðferðum. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar séu í stöðugri símenntun í verkjafræðum og nái að þroska með sér gagnrýna hugsun. Stuðningur fyrir nýútskrifaða sem og reyndari hjúkrunarfræðinga er nauðsynlegur liður í því.
  Lykilhugtök: Verkir skurðsjúklinga, viðhorf hjúkrunarfræðinga til verkja, liðskipti á hné, ígrundun.

 • Útdráttur er á ensku

  A knee replacement surgery is a painful operation for the patient, thus nurses play a key part in correctly evaluating the pain involved and administrating proper pain relief. Their approach and knowledge of the nature of pain is important so that pain relief can be at its most effective. The purpose of this theoretical overview was to examine the perspectives and proficiency of nurses and whether increased education affects the quality of pain management. The research question is: What level of knowledge and skill do nurses need to possess so that pain relief treatment after knee replacement surgery becomes more effective?
  Effective pain relief based on thorough pain assessment requires nurses to have comprehensive knowledge about pain physiology, the function of pain medication and what doses are desirable to administer to minimize side effects. It is also crucial to listen to the patient himself, for it is he who is experiencing the pain related to his treated ailment.
  Unsufficient pain management can have a number of undesirable consequences, both psychological as well as physical.
  Knowledge is an integral part of professionalism, and professionals should be able to integrate knowledge and skill in their daily routine. Nurses with expertise and professional skills are an important profession within the healthcare sector and thus have a significant
  impact on the quality of services provided. It is our hope that the subject of this thesis will help increase confidence in nurses who administer medication for pain relief. It is important that nurses are constantly keeping up with developments and increasing their knowledge and education of pain relief treatment. Critical thinking is a very important aspect of nursing and must constantly be kept in mind. Supporting new graduates as well as experienced nurses by offering them continuing education is therefore essential to ensure effective pain relief treatment.
  Keywords: Postoperative Pain, The attitude of nurses to pain, Knee replacement, Critical thinking

Samþykkt: 
 • 14.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28267


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
senda 12.5.pdf547.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna