is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28268

Titill: 
 • Einelti á vinnustað : áhrif eineltis á vinnustað á andlega heilsu og veikindadaga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Einelti á vinnustöðum er algengt vandamál víða um heim, en einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður. Markmið þessarar rannsóknar var að svara fjórum rannsóknarspurningum: 1. Hver er tíðni eineltis meðal starfsfólks Akureyrarbæjar og hvernig hefur það breyst á rannsóknartímanum? 2. Hafa veikindafjarvistir starfsfólksins aukist á tímabilinu frá 2010 til 2016? 3. Hefur andleg líðan starfsfólksins breyst frá árinu 2010 til 2016? 4. Hver eru tengsl eineltis við veikindafjarvistir og andlega líðan starfsfólksins? Eineltið, veikindafjarvistir og andleg veikindi voru svo greind eftir kyni og aldri. Gögnin sem stuðst var við komu úr spurningalistakönnunum sem framkvæmdar voru á árunum 2010, 2011, 2013, 2015 og 2016 og voru bornar fyrir alla starfsmenn Akureyrarbæjar, sem starfandi voru þar á þeim tíma. Spurningalistinn samanstóð aðallega af spurningum úr tveimur spurningalistum; Norrænum spurningalista um sálfélagslega þætti í vinnunni og spurningalista sem notaður var í rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga sem Lýðheilsustöð lagði fyrir. Niðurstöður sýndu að tíðni eineltis var á bilinu 6-11% á milli fyrirlagna og voru ekki marktæk tengsl við kyn né aldur. Starfsfólk virðist vera að taka færri veikindadaga árið 2016 en í fyrri fyrirlögnum og mældust andleg veikindi alltaf mest árið 2013 og minnst árið 2015. Þeir sem höfðu orðið fyrir einelti á vinnustað tóku sér marktækt fleiri veikindadaga og áttu frekar við andleg veikindi að stríða heldur en þeir sem ekki höfðu orðið fyrir einelti. Niðurstöðurnar sýna hversu mikilvægt er að sporna gegn eineltishegðun á vinnustað vegna neikvæðra afleiðinga á andlega líðan starfsfólks og aukna fjarveru frá vinnu vegna veikinda.
  Lykilhugtök: Einelti, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, svefnerfiðleikar, veikindadagar.

 • Útdráttur er á ensku

  Bullying in workplaces is a occuring problem around the world. Bullying is a recurring behavior which generally causes distress of those who suffer it. The aim of this study was to answer four research questions: 1. What is the incidence of bullying among employees in Akureyri, a town in North of Iceland and how has it changed during the study period? 2.Have staff absenteeism increased during the period from 2010 to 2016? 3. Has the mental health of Akureyri‘s staff changed from 2010 to 2016? 4. What is the relationship of bullying between absence and mental well-being of the staff? The bullying, absence from workplace and mental illness were analyzed by gender and age. The data was obtained from a questionnaire carried out in 2010, 2011, 2012, 2013, 2015 and 2016 to employees of Akureyri town, who were employeed at that time. The questionnaire consisted mainly of questions from two questionnaires; Nordic questionnaire on psychosocial factors at work and a questionnaire used in the „Health and well-being of Icelanders“ proposed by the Public Health Institute. The results showed that the incidence of bullying ranged from 6-11% between the predecessors and was not significant relationship to gender or age. Employees of Akureyri town seem to be taking fewer days of sick leave in 2016 than in previous years, and mental illness measured most in 2013 and least in 2015. Those who were bullied in the workplace took significantly more sick leaves and were more likely to suffer from mental illness than those who were not bullied at the workplace. The results indicate that being a victim of bullying at the workplace has physological impact through negative consequences of mental health and increased absence from work to due sick leave.
  Keywords: Workplace bullying, depression, anxiety, worrying, sleep difficulties, sick leave.

Samþykkt: 
 • 14.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal PDF.pdf668.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna