is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28273

Titill: 
 • Upplýsingaréttur hluthafa í hlutafélögum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Upplýsingaréttur hluthafa í hlutafélögum hefur verið talinn til mikilvægustu réttinda sem fylgja hlutafjáreign í félagi. Virk upplýsingagjöf til hluthafa er forsenda þess að þeir geti beitt ýmsum réttindum sínum, haft áhrif og tekið ákvarðanir um málefni félagsins. Þá er slík upplýsingagjöf jafnframt til þess fallin að veita stjórn aðhald. Því fer þó fjarri að um sé að ræða sjálfsagðan rétt sem engum takmörkunum er háður. Leiðir það meðal annars af þeim aðskilnaði sem íslenskur réttur gerir ráð fyrir milli hluthafa annars vegar og hlutafélaga hins vegar.
  Víða í lögum er þó að finna ákvæði sem ætlað er að tryggja hluthöfum rétt til upplýsinga. Í ritgerð þessari er ætlunin að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um þann rétt auk þeirra takmarkana sem á honum eru samkvæmt íslenskum rétti. Farið verður yfir helstu breytingar og þá þróun sem orðið hefur á þeim ákvæðum hlutafélagalaga sem þýðingu hafa í því samhengi. Ákvæði hlutafélagalaga verða borin saman við sambærileg ákvæði annarra Norðurlandaþjóða en jafnframt verður litið til framkvæmdar innan Evrópusambandsins. Þá verða úrræðum hluthafa sem telja brotið á þessum rétti sínum gerð skil. Stuttlega verður vikið að þeim sérreglum sem gilda um félög sem hafa fengið bréf sín skráð á skipulegan verðbréfamarkað. Að lokum verða áhrif umræðunnar um góða stjórnarhætti, sem farið hefur hátt síðastliðna áratugi, gerð skil með hliðsjón af upplýsingarétti hluthafa og því velt upp með hvaða hætti sú umræða hefur haft áhrif á aðgengi hluthafa til upplýsinga.

 • Útdráttur er á ensku

  Shareholders’ Right to Information
  The right to information has long been considered one of the key entitlements of shareholders. Effective disclosure of information to shareholders is a necessary prerequisite for shareholders to exercise other rights, exert their relevant influence as owners and take part in collective decisions concerning the company. Another important aim of this practice is to keep a company’s board of directors in check. Despite that, shareholders’ right to information is far from self-evident or limitless. This is in part caused by the isolation that the Icelandic legislation allows for between shareholders on one hand and corporations on the other.
  Throughout the corporate law, however, there are a number of provisions which are intended to ensure the shareholders’ access to certain information. The aim of this thesis is to expound the rules concerning shareholders’ right to information and the limitations on that right. It will cover the main changes that have occurred to shareholders’ rights and inspect how corporate law has evolved in that respect. The relevant provisions in Icelandic corporate legislation will be compared to analogous provisions in the laws of other Scandinavian countries, and the execution within the European Union will be examined. In addition, the steps a shareholder, whose rights have been violated, can take to seek justice will be inspected. A brief overview of the more detailed rules regarding listed companies will also be provided. Lastly the impact of the corporate governance debate on shareholders’ right to information will be considered.

Samþykkt: 
 • 14.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28273


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
12.05.2017 BA ritgerð lokaútgáfa.pdf632.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna