is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28277

Titill: 
  • Meginreglan um ákveðna og ljósa kröfugerð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er meginreglan um ákveðna og ljósa kröfugerð eins og hún kemur fram í d-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þar segir að í stefnu skuli greina svo glöggt sem verða má frá dómkröfum stefnanda. Annað af tveimur meginmarkmiðum ritgerðarinnar er að leitast við að skýra inntak meginreglunnar með hliðsjón af tengdum réttarreglum og dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands. Hitt markmið ritgerðarinnar er að taka til skoðunar hvers vegna íslenskir dómstólar leggja ríka áherslu á að kröfugerð stefnanda uppfylli formskilyrði laga um meðferð einkamála og hvaða sjónarmið liggja þar helst að baki.
    Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru þær að samning kröfugerðar er nákvæmnisverk en það fer þó ávallt eftir sakarefni hversu nákvæmlega kröfur verða orðaðar. Dómaframkvæmd bendir til þess að íslenskir dómstólar leggi ríka áherslu á að kröfugerð stefnanda uppfylli formskilyrði laga um meðferð einkamála. Þannig má rekja helstu annmarka við framsetningu á kröfugerð til ónákvæmni sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Það er vert að líta til hinna Norðurlandanna en tiltekin ákvæði í danskri og norskri réttarfarslöggjöf virðast stuðla að því að koma í veg fyrir frávísun máls vegna annmarka. Margvísleg rök liggja þó til grundvallar reglum um vandaðan málatilbúnað sem er m.a. forsenda þess að málsmeðferð gangi greiðlega fyrir sig, að gagnaðili geti tekið til varna með fullnægjandi hætti og að úrlausn máls geti leitt til afgerandi dómsniðurstöðu sem leysir úr ágreiningi málsaðila.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject matter of this thesis is the principle of a certain and clear claim as stated in the 1st paragraph d. article 80 of the Civil Procedure act no. 91/1991, which states that the plaintiff's claims should be stated as clearly as possible in the subpoena. The purpose of the thesis is mainly twofold: first, to explain the principle, with reference to related rules and case law of the Supreme Court of Iceland; second, to consider why the Icelandic courts emphasize that the plaintiff´s claim fulfills the requirements of the Civil Procedure Act and what arguments can be made for it.
    The main conclusions of the thesis are that the formation of a claim is a matter of precision, but the cause of the case always determines how precise the claim must be. Judicial review suggests that the Icelandic courts emphasize that the plaintiff's claim must fulfill the requirements of the Civil Procedure Act. Thus, the primary shortcoming with regards to the presentation of claims is inaccuracy. It is worth looking at the other Nordic countries since certain provisions in the Danish and Norwegian civil codes seem to help prevent the rejection of cases due to deficiencies. However, a number of arguments can be made for enforcing high standards for claim formation. High standards help to satisfy the prerequisite for the proper conduct of the proceedings, support the counterparty's ability to adequately protect their interests, and help ensure that the resolution of the case can lead to a decisive ruling which resolves the dispute between the parties.

Samþykkt: 
  • 14.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meginreglan um akvedna og ljosa krofugerd.pdf582.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna