is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28280

Titill: 
  • Álitaefni við upptöku og innleiðingu tilskipunar 2014/65/ESB (MiFID II) í íslenskan rétt : Með hliðsjón af nýlegri dómaframkvæmd Hæstaréttar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ný og bætt Evrópulöggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga tekur gildi í Evrópusambandinu 3. janúar 2018 og eftir það í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Um er að ræða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins, MiFID II 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga. Tilskipunin er uppfærsla á núverandi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins, MiFID-tilskipuninni 2004/39/EB. MiFID II verður kynnt og fjallað verður um álitaefni við innleiðingu og upptöku tilskipunarinnar í íslenskan rétt, með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar þar sem reynir á MiFID-tilskipunina. Kannað verður hvort niðurstaða þeirra dóma sem reifaðir eru og þar sem reynir á MiFID-tilskipunina, hefði orðið önnur ef MiFID II hefði verið í gildi á þeim tíma þegar dómur féll. Til að komast að niðurstöðu verður fyrst fjallað um Evrópurétt, tengsl Evrópuréttar við Ísland í gegnum EES-samninginn, áhrif samningsins á íslenska löggjöf, upptöku og breytingu gerða í samningnum. Næst verður vikið að umfjöllun um viðskipti með fjármálagerninga, annars vegar þróun í Evrópu og hins vegar á Íslandi. Því næst eru útskýrð markmið MiFID-tilskipunarinnar og áhrif hennar á íslenskan rétt. Þar á eftir er fjallað um MiFID II, gildissvið tilskipunarinnar, þau nýmæli og breytingar sem koma með löggjöfinni, MiFIR-reglugerðina og undirbúninginn á Íslandi fyrir gildistökuna. Þá verða valdir dómar reifaðir og gerð verður grein fyrir líklegri niðurstöðu á rannsóknarefninu. Loks verður fjallað um ályktanir af dómaframkvæmd og lokaorð koma í framhaldinu af því. Þær ályktanir sem dregnar eru af dómaframkvæmd Hæstaréttar eru þær að niðurstaðan hefði ekki orðið önnur ef MiFID II hefði verið í gildi á þeim tíma þegar dómur féll.

  • Útdráttur er á ensku

    New and an improved European legislation on financial markets takes effect in the European Union on 3 January 2018 and thereafter in the EEA EFTA Countries, contracting parties to the European Economic Area Agreement, once it has been incorporated into that agreement. This is a Directive of the European Parliament and of the Council, MiFID II 2014/65/EU on financial instruments markets. The Directive is an update of the current Directive of the European Parliament and of the Council, MiFID Directive 2004/39/EC. In this thesis the MiFID II will be introduced, and it will be considered what impact it will have, also in the light of recent case law of the Supreme Court in which the MiFID Directive is involved. It will be explored whether the outcome of the court cases would have been different had the MiFID II been in force at the time of the verdict. In order to reach a conclusion, European law and the relationship between European law and Iceland through the EEA Agreement will be discussed, the effects of the EEA Agreement on Icelandic legislation, as well as the framework for adoption and amendments of the Agreement. Following this there will be a discussion of transactions with financial instruments, on the one hand the developments in Europe and on the other hand, in Iceland. Also, the objectives of the MiFID Directive and its implications for Icelandic law are explained. Thereafter, MiFID II, the scope of the Directive, the novelty and amendments to the legislation, the MiFIR regulation and the current preparations in Iceland are discussed. Finally the selected court cases will be summed up and a most likely outcome of the research question will be introduced. Finally, deduction of the case law will be discussed, followed by the conclusion and final remarks. In short, the conclusions drawn from the Supreme Court judgments are that the outcome would not be different had the MiFID II been in force at the time of the verdict.

Samþykkt: 
  • 14.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð lokaskjal.pdf941.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna