Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28281
ÚtdrátturVerkefnið snýst um framsetningu gagna á hljóðrænan hátt. Slíkt kallast á ensku „sonification“. Tilgangur verkefnisins var að varpa veðurgögnum yfir í laglínu, velja hljóm undir laglínuna og umbreyta gögnunum þannig í tónverk. Markmiðið var að kanna möguleika sem felast í sonification á frekar flóknum gögnum úr náttúrunni. Jafnframt að sýna á hversu fjölbreyttan hátt unnt er að setja gögnin fram með þeim hætti. Fengin voru daggögn frá Veðurstofu Íslands frá árunum 2011-2013. Fyrir hvern dag voru skráð gildi fyrir hitastig, vindhraða og sólarstundir. Með hjálp forritunarmálsins Python var búin til MIDI skrá úr gögnunum. Hljómarnir undir laglínunni voru að auki fall af gögnunum sjálfum. Niðurstöður leiddu í ljós að eftir sonification gagnanna var m.a. hægt að greina ýmsar sveiflur í gögnunum. Meiri dreifing í gögnunum (hærra staðalfrávik) varð til þess að myrkari hljómur var valinn undirlaglínuna.Niðurstöður gefa til kynna að hagnýtingarmöguleikarsem felast í framsetningu gagna sem hljóðs eru miklir og spennandi og dæmi um slíkt eru gefin í verkefninu. Hagnýtingargildið tengist m.a. náttúrulegum hæfileikum mannsins til að greina hljóð. Ljóst er að um afar áhugavert rannsóknasvið er að ræða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JakobGunnarssonBsritgendanl.pdf | 559.59 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
jakob_lokaverkefni_yfirlysing (1).pdf | 111.52 kB | Lokaður | Yfirlýsing |