Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28288
Í þessari ritgerð fjallar höfundur um geðrænt sakhæfi samkvæmt 15. gr. almennra hegningarlaga og mat á því hvort að refsing sé líkleg til árangurs samkvæmt 16. gr. almennra hegningarlaga. Skoðuð var beiting á 15. og 16. gr. almennra hegningarlaga í íslenskum rétti með hliðsjón af sambærilegum ákvæðum í norrænum rétti. Velt var upp þeirri spurningu hvort að beiting þessara ákvæða geti leitt til þess að of andlega veikir menn séu vistaðir í fangelsum í stað þess að vera í öðrum viðeigandi úrræðum líkt og öryggisgæslu. Það sem höfundur leiddi í ljós er það að dómarar leggja ekki alltaf matsgerðir, sem framkvæmdar eru af geðlæknum og öðrum sérfræðingum, til grundvallar dómsniðurstöðu sinni en matið á geðrænu sakhæfi og því hvort að refsing sé líkleg til árangurs er lögfræðilegt. Í norska matinu þarf einstaklingur að vera með andlega annmarka en þeir þurfa þó ekki að vera orsök þess að einstaklingur fremur refsiverðan verknað. Í hinum íslenska rétti er skilyrt að tengsl séu milli andlegu annmarkanna og verknaðarins. Einnig voru skoðuð öryggisráðstafanaúrræði samkvæmt 62. gr. og 63. gr. hgl. með hliðsjón af stjórnarfrumvarpi er lagt var fram á alþingi 2013 um breytingu orðalags og inntaks þeirra. Það frumvarp sem lagt var fram, var um margt ítarlegra um þær ráðstafanir sem geðsjúkum afbrotamönnum og sakhæfum geðsjúkum afbrotamönnum yrðu gert að sæta en það varð þó ekki að lögum. Höfundur náði tali af fyrrum forstöðumanni Litla-Hrauns sem gaf upp þær tölur að á ári hverju kæmu inn sex - átta menn til afplánunar sem þá þegar eru of andlega veikir til að sæta fangelsisrefsingu. Niðurstaða þessara ritgerðar er því sú að í einhverjum tilfellum er beiting á þessum ákvæðum að leiða til þess að of andlega veikir menn eru látnir sæta fangelsisrefsingu í stað annarra úrræða líkt og öryggisgæslu.
In this thesis the author is discussing mental capability to stand trial according to paragraph 15 of the criminal law, and the evaluation of weather punishment is plausible for success according to paragraph 16 of the criminal law. The application of these paragraphs of the criminal law in the Icelandic court was examined in terms of similar paragraphs in the Nordic court. There was a deliberation of weather the application of these paragraphs of the criminal law could lead to imprisonment of mentally ill men instead of using security measures like protective custody. What the author reviled, was that judges do not always use valuations from psychiatrists or other professionals as basis for their court rulings, but the valuation of mental capability to stand trial and weather punishment is plausible for success is legal. The Norwegian valuation requires the individual to have mental deficiencies, yet they do not have to be the cause of a crime committed. In the Icelandic court, the connection between the mental deficiencies and the crime committed are conditioned. The author likewise examined security measures options according to paragraphs 62 and 63 of the criminal law, in terms of a government bill proposed in 2013 for paraphrasing and intake change of these paragraphs.That government bill would have been much more thorough about the security measures which mentally ill felons and mentally ill felons capable to stand trial would have undergone,
but the bill was not enacted. The author attained a conversation with the former warden of Litla-Hraun, who provided the information that every year six-eight men who are brought to the prison for expiation are already too mentally ill to receive a prison sentence. The conclusion of this thesis is that in some cases the application of these paragraphs lead to too mentally ill men are receiving a prison sentence instead of other security measures like protective custody.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerð_Margrét_Birgitta_Davíðsdóttir.pdf | 808.42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |