is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28289

Titill: 
  • Framsal sakamanna með tvöfaldan ríkisborgararétt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á svar við þeirri spurningu á hvaða hátt og hversu mikið tvöfaldur ríkisborgararéttur hefur áhrif á málefni varðandi gagnkvæma aðstoð og samvinnu ríkja er snertir framsal sakamanna og hvernig slík mál eru afgreidd. Umfangsefni þessarar ritgerðar fellur undir alþjóðalegan refsirétt. Svarsins er leitað með þeim hætti að fyrst verður gerð grein fyrir hugtakinu „framsal“, þróun og lagalegu eðli þess. Þá er farið yfir helstu meginreglur þjóðaréttar er varða framsal sakamanna og framsal skoðað með tillit til mannréttinda. Fjallað verður um hugtakið ríkisborgararétt, en mismunandi leiðir eru til að öðlast hann og verður hér gerð grein fyrir þeim og verður áhrif tvöfalds ríkisfangs á framsal sakamanna skoðað. Þá verða raktir helstu samningar á sviði framsalsmála og hvernig þeir myndast í íslenskum landsrétti auk þess gerð grein fyrir alþjóðasamvinnu í framsalsmálum, einkum í Evrópu og milli Norðurlandanna. Margvísleg ágreiningsmál geta komið upp við beiðni um flutning dæmdra þegar hinn dæmdi hefur bæði ríkisborgararétt í ríki sem framsalsins beiðist og ríki sem framsalsbeiðninni er beint að. Gerir undirrituð í stuttu máli grein fyrir flutningi dæmdra sakamanna með tvöfaldan ríkisborgararétt og afplánun erlendra dóma. Að lokum er fjallað um áhrif tvöfalds ríkisborgararéttar á framsal og niðurstöður dregnar saman.
    Niðurstöður benda til þess að tvöfaldur ríkisborgararéttur muni almennt ekki hafa áhrif á framsal í þeim tilvikum þegar sakamaður hefur tvöfaldan ríkisborgararétt bæði á Íslandi og í öðru ríki.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to seek the answer to the question of how and to what extent dual citizenship affects issues of mutual assistance and cooperation in relation to the extradition of the offenders and how such cases are dealt with. The scope of this thesis is subject to international criminal law. The answer is revealed in such a way that the term "extradition" will first be described, its development and its legal nature. The main principles of international law concerning the extradition of offenders are also examined and extradition with respect to human rights. The term citizenship will be discussed, but there are different ways of gaining state citizenship, and it will be explained here and examined what the influence of the dual citizenship is on the extradition of offenders. Next, the main conventions in the field of extradition and the way they appear in Icelandic national law will be discussed, as well as a description of international cooperation in extradition, the European and Nordic countries. A variety of disputes may arise when requests of transfer of a sentenced person who has both a nationality in the requesting state and the State in which the request for extradition is sought. Briefly the thesis will explain the transfer of accused persons with dual nationality and the sentence of foreign judgments. Finally, consideration is given to the effects of dual nationality on extradition and conclusion are summarized. The conclusion indicates that dual nationality will generally not affect extradition in cases where a criminal is dual national both in Iceland and in another state.

Samþykkt: 
  • 14.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framsal sakamanna -lokaskjal 11.05.2017.pdf543 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna