Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2829
Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að skoða hvernig hjúkrunarfræðingar mæta andlegum og trúarlegum þörfum sjúklinga. Leitað var heimilda í gagnasöfnunum Proquest, Pupmed og Scopus, fræðilegum bókum og tekin voru viðtöl við fagaðila hér á landi með sér-þekkingu á efninu. Heimildaleit sýnir að skortur er á vísindalegri þekkingu á þessu sviði og fáar rannsóknir gerðar hér á landi. Meginhugtök eru skilgreind en rannsóknir benda til að illa markaðar skilgreiningar séu meðal ástæðna þess að hjúkrunarfræðingar mæti ekki þessum þörfum sem skyldi. Meðal alþjóðlegra hjúkrunargreininga (NANDA) er að finna greininguna „sálarangist” sem vísar til erfiðleika vegna trúar/lífsviðhorfs. Niðurstaða yfirlitsins sýnir að þrátt fyrir að andlegar og trúarlegar þarfir séu viðurkenndar í starfsumhverfi hjúkrunar-fræðinga er þörf á að efla getu hjúkrunarfræðinga til að takast á við þekkingaskort og hræðslu við að íþyngja sjúklingi með eigin trúarhugmyndum og gildum sem eru helstu þættir hindrana í þessu sambandi. Fjallað er um leiðir hjúkrunarfræðinga til að mæta betur andlegum og trúarlegum þörfum skjólstæðinga t.d. með samstarfi við sjúkrahúspresta og Kristilegt félag heilbrigðisstétta. Helstu niðurstöður þessa yfirlits er að rannsóknir benda til að mikilvægt sé fyrir hjúkrunarfræðinga að mæta betur andlegum og trúarlegum þörfum skjólstæðinga og settar eru fram tillögur í því sambandi. Yfirlitið er framlag til þekkingarþróunar í hjúkrun og getur haft hagnýtt gildi fyrir hjúkrunarfræðinga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
pd_fixed.pdf | 509,02 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |