Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28290
Þann 21. september árið 2016 var mælt fyrir stjórnarfrumvarpi um heimild til handa Landsneti hf. til að reisa og reka 220 kV raflínur frá Kröflustöð að Þeistareykjavirkjun og að iðnaðarsvæðinu á Bakka í Norðurþingi. Ástæða fyrirhugaðar lagasetningar voru niðurstöður þriggja úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að stöðva framkvæmdir Landsneta hf., um að reisa og reka áðurnefndar raflínur, til bráðabirgða á meðan málið væri til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Frumvarpið var gagnrýnt því það kynni að brjóta á þeim rétti umhverfisverndarsamtaka að geta fengið tilteknar stjórnvaldsákvarðanir sem áhrif hafa á umhverfið endurskoðaðar fyrir hlutlausum og óháðum aðila. Þau réttaráhrif sem frumvarpið hefði haft í för með sér hefðu þýtt að yfirstandandi málsmeðferðir umhverfisverndarsamtaka fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála yrðu stöðvaðar. Réttur félagasamtaka til réttlátrar málsmeðferðar í umhverfismálum er verndaður í Árósasamningnum og ESS-samningnum og því var haldið fram að frumvarpið, hefði það náð fram að ganga, kynni að fara í bága við samningana. Ritgerðarspurningin er hvort að fyrirhuguð lagasetning hefði samræmst kröfum Árósasamningsins, um rétt almennings til aðgangs að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum, hefði hún náð fram að ganga. Í ritgerðinni verða skoðaðar kröfur Árósasamningsins til aðildarríkja sinna hvað varðar rétt almennings til réttlátrar málsmeðferðar í umhverfismálum. Niðurstaða höfundar er að frumvarpið hefði að líkindum ekki brotið gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt Árósasamningnum en engu að síður hefði lagasetningin ekki samræmst markmiði og tilgangi samningsins.
On September 21th 2016 a bill was proposed before the Icelandic Parliament granting Landsnet hf. permission to build above ground power lines to be established in Northern Iceland. The reason for the proposed legislation were three interim rulings by an administrative authority which concluded that the building of the power lines should be stopped until the final rulings had been delivered. The main criticism of the bill argued that it would violate the right of NGOs to review of administrative decisions that have environmental impact before an administrative authority. The proposed legislation would intervened in the procedure established under existing law for challenging decisions of this kind. NGOs have a right to access to justice in environmental matters according to the Aarhus Convention and the EEA Agreement. It was claimed that the bill could contravene these agreements and thereby violate Iceland's international obligations. The purpose of this thesis is to answer if the bill would have been in compliance with the requirements of the Aarhus Convention if it had been adopted. The main subject of this essay is to examine the requirements of the Aarhus Convention to its Member States regarding the right of the public to access to justice in environmental matters. The author's conclusion is that the bill would most likely not have violated Iceland's obligations under the Aarhus Convention. Nevertheless, the legislation would not have been in compliance with the goals and purpose of the Convention.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ba_ritgerd_frumvarp_um_raflinur.pdf | 2,6 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |