is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28293

Titill: 
 • Sönnun tjóns og aðferðafræði við ákvörðun bótarfjárhæðar vegna brota á samkeppnislögum nr. 44/2005
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Samkeppnisreglum er ætlað að stuðla að samkeppni á markaði með það fyrir augum að hámarka velferð neytenda. Þegar samkeppnisreglur eru brotnar getur það valdið verulegu tjóni, bæði fyrir samfélagið í heild og fyrir einstaka neytendur. Ekki er að finna í samkeppnislögum nr. 44/2005 eða öðrum settum lögum nein sérstök ákvæði um skaðabætur til handa þeim sem hafa orðið fyrir tjóni vegna samkeppnisbrota. Gilda því um tjónið almennar reglur um skaðabætur utan samninga.
  Í þessari ritgerð verður kannað hvaða aðferðir helst hafa verið notaðar til að sanna umfang tjóns og aðferðafræði dómstóla við ákvörðun bótafjárhæða. Megináhersla verður lögð á íslenskan rétt en vegna skyldleika íslenskra samkeppnisreglna við Evrópurétt verður ekki hjá því komist að gera stuttlega grein fyrir þróun mála í Evrópu. Gerð verður grein fyrir þeim dómum sem fallið hafa fyrir Hæstarétti Íslands og leitast við að greina hvaða aðferðafræði rétturinn hefur notast við til að ákvarða bótafjárhæð. Einnig verður kannað hvort núverandi réttarstaða er viðunandi og hvort almennar reglur skaðabótaréttarins veiti tjónþolum nægilega réttarvernd, eða hvort úrbóta er þörf.
  Helstu niðurstöður þessarar ritgerðar eru þær að Hæstiréttur hefur í dómaframkvæmd sinni oft tekið tillit til þeirrar erfiðu sönnunarstöðu sem er í slíkum málum og slakað nokkuð á sönnunarkröfum. Almennar reglur skaðabótaréttarins virðast því veita nokkuð ásættanlega réttarvernd. Tjónþolar standa engu að síður frammi fyrir því að sönnun á umfangi tjóns er mjög erfið. Talsverðar réttarbætur er þó að finna í tilskipun 2014/104/ESB sem gætu bætt stöðu tjónþola talsvert, yrði hún innleidd í íslenskan rétt, sem hefur ekki verið gert þegar þessi orð eru skrifuð.

 • Útdráttur er á ensku

  Proof of damage and quantifying harm for breaches of the Competition Act, No. 44/2005
  Competition rules are intended to promote competition with a view to maximizing consumer welfare. Breaches of competition rules can cause substantial damage both for the community as a whole and for individual consumers. Neither the Competition Act No. 44/2005 nor any other legislative acts contain any specific provisions for compensation to those who have suffered damage due to breaches of competition rules. Such cases are therefore subject to the general rules for non-contractual damages.
  This essay will examine the methods which have mainly been followed in proving the extent of damage Quantification of harm. The main emphasis will be placed on Icelandic law, while due to the relation of Icelandic competition rules to European law, a brief analysis of developments in Europe is inevitable. An account will be given of those judgments which have been delivered by the Supreme Court of Iceland in an attempt to identify the methodology used by the Court to determine the amount of compensation. It will also be explored whether the current legal situation is acceptable and whether the general rules of tort provide sufficient legal protection for injured parties, or whether improvements are needed.
  The main conclusions of this paper are that in its judicial practice, the Supreme Court has often taken into account the difficulty of proof in such cases and somewhat relaxed the burden of proof. The general rules of tort therefore seem to provide a relatively acceptable level of legal protection. Nevertheless the injured parties are faced with the fact that proving the extent of damage is very difficult. Notable provisions towards legal reform may, however, be found within Directive 2014/104/EU that might improve the status of the injured party if implemented into Icelandic law, which has not been done at the time of this writing.

Samþykkt: 
 • 14.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28293


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritg loka.pdf496.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna