is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28294

Titill: 
 • Skattlagning og niðurgreiðsla matvæla. Áhrif á neysluhegðun.
 • Titill er á ensku Taxation and subsidization food: Effect on consumption behavior.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Bakgrunnur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur kallað eftir lýðheilsulegum inngripum til að fyrirbyggja eða draga úr þeim skaða sem óæskilegar matarvenjur geta haft á heilbrigði fólks og áhættu á lífsstílstengdum sjúkdómum. Þá hefur einnig verið bent á að án róttækra aðgerða muni fjöldi tilfella einstaklinga með lífsstílstengda sjúkdóma aukast enn frekar næstu áratugi sem hefur víðfeðm og dýrkeypt áhrif á heilbrigði samfélaga, lífsgæði einstaklinga og íþyngjandi áhrif á heilbrigðiskerfið. Skattlagning og niðurgreiðsla matvæla í átt að hollara matvælavali hefur færst í aukana undanfarna áratugi sem mögulegt verkfæri fyrir stjórnvöld til að draga úr skaðsemi óhollra matvæla og til að auka heilbrigði samfélagsins. Markmið: Að framkvæma kerfisbundið yfirlit á rannsóknum á neyslustýringu með tilliti til skattlaginga og niðurgreiðslu matvæla og áhrifum þess á kauphegðun fólks.
  Heimildaleit: Leitað var að ákveðnum lykilorðum í rannsókargreinum á ensku og íslensku í gagnagrunnum PubMed, Cochrane og Google Scholar. Stuðst var við PRISMA flæðirit í heimildaleit til að auðvelda úrvinnslu og samþættingu gagna.
  Niðurstöður: Yfirlit bendir til breytinga á neyslumynstri einstaklinga sem benda til þess að breytingar á matvælaverði hafi álíka áhrif á hlutfallslega neyslu þeirra matvæla hvort sem skattlagningu og/eða niðurgreiðslu er beitt. Hins vegar þurfa verðbreytingar að nema að lágmarki 15-20% svo það skili sér í breyttri neysluhegðun. Þá benda niðurstöður einnig til þess að því meiri sem verðbreytingin er því líklegra er að það hafi áhrif á neysluhegðun. Áhrif áðurnefndra verðbreytinga hafa áberandi jákvæð áhrif á tekjulægri hópa og ungmenni. Niðurgreiðsla hollra matvæla hefur jákvæð áhrif á kauphegðun og eykur neysluna umtalsvert. Ályktun: Það er mikilvægt að við stefnumótun stjórnvalda í lýðheilsu sé horft til verðlagningar matvæla og að stefnumótun sé í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknir. Þörf er á frekari íhlutunarrannsóknum til að meta áhrif og árangur af slíkum neyslustýrandi inngripum.
  Lykilorð: neyslustýring, skattlagning, niðurgreiðsla, óholl matvæli, holl matvæli, kauphegðun, stefnumótun

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  The World Health Organization (WHO) has called for public health intervention to prevent and reduce the harm that unhealthy eating habits have on people health, and to mitigate the growing number of people suffering from lifestyle-related diseases during the past few decades. These diseases have a significant and profound impact on societal health, quality of life, and are an economic burden on the healthcare system. For the last decades, governments have used taxation and subsidization of food with the aim of influencing individuals with unhealthy eating habits towards healthier foods, and in that way reduce the rate of lifestyle-related diseases and increase societal health.
  The aim of this master’s thesis is to conduct a systematic literature review of past research on taxing and subsidy of food, and its impact of on consumer purchasing behavior.
  The literature search focused on certain keywords and included both Icelandic and English studies found through the databases of PubMed, Cochrane, and Google Scholar. A PRISMA Flowchart was used in the search to simplify the processing and the integration of data from multiple studies. A total of 31 studies met the search criterias.
  This study on taxation and subsidization of food finds that consumption levels vary depending on the price of food, regardless of whether the price change is caused by taxes, subsidies or something else. However, price changes must be in the range of 15%-20% to have a significant impact on consumption levels. Furthermore, the results also show that the higher the price change, the more likely it is to alter consumption habits. The aforementioned price changes can have pronounced and positive effects on low-income groups and young people. Subsidies of healthier foods have a positive effect on the purchasing habits and significantly increases their consumption level.
  It is of great importance that government policies relating to public health are based on current scientific knowledge. The findings from this study indicate that it is important to consider actions such as food pricing, including taxation and subsidizing, when aiming to influence food consumption. There is a need for further studies on this topic to better assess the impact and performance of price regulating interventions aimed at influencing food consumption.
  Keyword: consumption controls, taxation, subsidization, unhealthy food, healthy food, consumption habits, policy

Samþykkt: 
 • 14.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerðin.pdf954.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf286.53 kBLokaðurPDF