is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28295

Titill: 
  • Feðrunarreglur barnalaga, réttur barns til að vera réttilega feðrað : er breytinga þörf á barnalögum?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er umfjöllun um feðrunarreglur barnalaga. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni hvort það teljist til mannréttinda að þekkja líffræðilegan uppruna sinn og þá hvort þau réttindi séu nægilega tryggð í íslenskum barnalögum með tilliti til alþjóðlegra samninga. Höfundur afmarkar efnið í upphafi með því að skoða þau réttindi sem börnum eru tryggð með alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt. Því næst er rakin saga íslenskrar barnalöggjafar með sérstöku tilliti til feðrunarreglna og farið yfir feðrunarreglur gildandi barnalaga. Skoðaðir verða þeir möguleikar sem fyrir hendi eru samkvæmt barnalögum að hnekkja faðerni rangfeðraðra barna. Einnig er leitast við að varpa ljósi á þá hagsmuni sem barn hefur af því að vera réttilega feðrað. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem lögfestur var hér á landi með lögum nr. 19/2013 eru ákvæði um að börn njóti þeirra réttinda að þekkja uppruna sinn og að hagsmunir barns skuli alltaf vera í forgrunni. Þá hafa rannsóknir sýnt að einstaklingar vilja þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Niðurstöður höfundar eru þær að það sé réttur barns að vera réttilega feðrað og að sá réttur skuli vera tryggður í íslenskri barnalöggjöf. Þá sé það mikilvægt að karlar hafi sömu möguleika og konur til að höfða faðernismál. Í gildandi barnalögum er ákvæði sem tryggir körlum rétt til að höfða faðernismál telji þeir sig faðir barns. Heimildin er háð þeirri takmörkun að barnið sé ófeðrað. Af þessu leiðir eru börn mögulega ranglega feðruð með þeirri afleiðingu að réttur viðkomandi barna til að þekkja foreldra sína er ekki tryggður. Það er einnig niðurstaða höfundar að breyta þurfi barnalögum svo tryggt verði að öll börn eigi sama lagalega rétt á því að vera réttilega feðruð. Til að tryggja þennan rétt þarf að heimila körlum, sem telja sig föður barns að höfða vefengingarmál eða ógildingarmál til að láta reyna á mögulegt faðerni sitt.

  • Útdráttur er á ensku

    The main subject of this thesis concerns the prescription of paternity in the Children Act. Its research question seeks to discern whether it is a human right to know ones origin and if it is necessary to amend the Children Act with respect to the international treaties regarding children‘s rights. Initially, the author narrows the subject down by examining the rights of children, ensured in international treaties which Iceland has ratified. Consequently, the history of Icelandic child legislation will be recounted, in particular as it relates to the rules on assignment of paternity. Additionally, the rules on assignment of paternity as they stand today will be examined. Moreover, the possibilities for impeaching missappropriated paternity within the ambit of the current Child Act will be reviewed. The United Nations Convention on the Rights of the Child was transposed into Icelandic law with law number 19/2013 wherein the rights of children to know their origin can be found along with the condition that the interests of the child shall always be the first and foremost consideration. The conclusion of the thesis is that correct assignment of paternity is a right proscribed to all children and that this right should be protected in Icelandic legislation. Furthermore, the thesis concludes that it is important that fathers have the same possibilities to sue for paternity as do mothers. Currently, men can only sue for paternity of a child they believe is their offspring provided that the child has not been assigned paternity. A possible consequence of these restrictions is that childrens‘ paternity is misappropriated resulting in the lack of protection of the right of the respective children to know who their parents are. Consequently, it is argued that the Child Act requires amendment to ensure that all children enjoy the same legal right to correct paternity assignment.

Samþykkt: 
  • 15.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKIL.pdf828.44 kBLokaður til...12.05.2050HeildartextiPDF