en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28297

Title: 
 • Title is in Icelandic Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík inngrip til að forðast slys
 • Title is in Icelandic Children's safety in shopping carts: Effective interventions to avoid accidents
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli. Því getur fylgt hætta að börnum sé leyft að standa eða sitjae í innkaupakerrum þar sem vörur eiga að vera. Árlega slasast um 100 börn á Íslandi við að detta úr innkaupakerrum. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort hægt væri að hafa áhfrif á þá hegðun að foreldrar settu börn sín ofan í innkaupakerrur með því að koma fyrir spjaldi með mynd í innkaupakerrum fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu. Þrír matsmenn töldu tíðni markhegðunar og var samræmi milli þeirra 0,99. Margfalt grunnskeiðssnið með fráhvarfi var notað til að meta áhrif íhlutunnar í verslununum fjórum. Helstu niðurstöður voru að með spjaldinu var hægt að hafa mikil áhrif á það hvort foreldrar leyfðu börnum sínum að sitja í innkaupakerrum og minnka þar með þau slys sem af því geta hlotist.
  Ef barn er sett í þann hluta innkaupakerru sem ætlaður er fyrir vörur eykst áhætta á slysum vegan falls úr innkaupakerrunni. Meiðslin sem geta hlotist af falli úr innkaupakerru eru sambærileg meiðslum sem fullvaxinn karlmaður getur orðið fyrir við fall af bílskúrsþaki (Storgaard, 2005a). Eiríksson og Sigurðardóttir (óútgefið) sýndu fram á að inngrip byggt á sjónrænu áreiti gæti minnkað líkur á því að börn væru sett ofan í innkaupakerrur. Frá framkvæmd upprunalegu rannsóknarinnar árið 2010 hafa stærri rannsóknir verið framkvæmdar með það markmið að mæla langtíma áhrif upprunalega inngripsins og nýs en svipaðs inngrips; kortleggja hversu algeng hegðunin er, auk þess að bera kennsl á virka þátt inngripsins. Niðurstöður hafa sýnt að virkni upprunalega inngripsins hélst enn eftir 1, 2 og 3 ár. Rannsóknirnar sýndu einnig að hegðunin er algeng og þá sérstaklega í lágvöruverðs verslunum. Niðurstöður sýndu einnig að notkun táknmyndar (pictogram) í stað ljósmyndar var næstum jafn áhrifaríkt. Samsett inngrip (texti og mynd) virkaði betur en inngrip með mynd eða táknmynd. Texta inngrip hafði næstum jafn mikil áhrif og samsett inngrip. Kerfisbundin endurtekt rannsóknarinnar í öðrum samfélögum er þó nauðsynleg áður en hægt er að mæla með inngripum á stærri grundvelli.

 • Toddlers can suffer serious accidents when they are placed in shopping-carts. Every year around 100 children are injured in shopping-cart related incidents in Iceland, many by falling from the cart. Injuries can range from minimal bumps and bruises to severely broken bones, head trauma, and even death. Few studies have focused on the safety of children in shopping-carts however, those have mostly been descriptive. The study reported here tested the effect of an intervention based on marking the inside of shopping-carts with a visual stimulus and written instructions. A multiple baseline design across supermarkets measured the effects of the intervention that proved to be very effective. Marking shopping-carts in a salient manner that includes written instructions is an effective way to prevent accidents.If a child is put in the product part of a shopping-cart the risk of accidents due to falling from the cart increases. The injuries received when falling from a cart are comparable to a full-grown person falling from a garage roof. Eiríksson & Sigurðardóttir (in press) demonstrated how an intervention based on antecedent control could dramatically decrease the rate of a child being put into the shopping-cart. Since the original study was conducted in 2010, larger scale studies have been executed more recently with the aim of measuring the long-term effects of the original intervention and, of a similar but new one; studying how common the target behavior is, as well as of identifying the active ingredient of the intervention. Results revealed that the effects of the original intervention maintained at 1, 2, and 3-year follow-up. Also, the target behavior is common, especially in low price supermarkets. Results also revealed that using a pictogram instead of a photograph of a real child proofed nearly as effective. Combining the picture with written instructions (as in the original study) proved more effective than the picture alone (of a real child or a pictogram) but the instructions alone were almost as effective as the picture and instructions combined. Systematic replications in other societies are needed before recommendations can be made for large-scale interventions.

Accepted: 
 • Jun 15, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28297


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Öryggi barna í innkaupakerrum, áhrifarík inngrip til að forðast slys.pdf1.18 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing um meðferð.pdf339.9 kBLockedYfirlýsingPDF