is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Lagadeild > ML verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28298

Titill: 
 • Áhrif evrópskra samkeppnisreglna á nytjaleyfissamninga fyrir tækni : stefna og þróun innan Evrópusambandsins
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Síðastliðinn áratug hefur markaðshagkerfi heimsins tekið miklum breytingum og hagnýting á nýsköpun hefur sjaldan verið mikilvægari. Samningar um nytjaleyfi fyrir tækni eru mikilvægur þáttur í hagnýtingu á nýsköpun og hefur því vægi slíkra samninga að sama skapi aukist. Markmið ritgerðarinnar er að skoða þau áhrif sem evrópskar samkeppnisreglur hafa á nytjaleyfissamninga fyrir tækni og þannig er leitast við að svara því í hvaða tilfellum nytjaleyfissamningar fyrir tækni kunna að brjóta gegn 1. mgr. 101. gr. TFEU.
  Umfjöllun ritgerðarinnar er skipt upp með þeim hætti, að fyrst verður farið yfir þróun innri markaðs Evrópusambandsins, evrópsks hugverkaréttar og samkeppnisréttar. Í kjölfarið verður fjallað um markmið og tilgang nytjaleyfissamninga, ásamt sérstakri umfjöllun um eiginleika nytjaleyfissamninga fyrir tækni. Þar á eftir verður fjallað um evrópskar samkeppnisreglur sem gilda um samninga milli fyrirtækja, með áherslu á 101. gr. TFEU, sem ætlað er að koma í veg fyrir auðhringjamyndun á innri markaði Evrópusambandsins. Að lokum verða tengsl milli evrópskra samkeppnisreglna og nytjaleyfissamninga fyrir tækni í framkvæmd skoðuð nánar.
  Í stuttu máli er það niðurstaða höfundar að sá þáttur sem einna helst hafi haft áhrif á gildi nytjaleyfissamninga fyrir tækni, sé sú hópundanþága sem þeim hefur verið veitt á grundvelli reglugerðar nr. 316/2014. Nytjaleyfissamningar fyrir tækni eru taldir þess eðlis, að þó þeir ættu alla jafna að teljast samkeppnishamlandi, þá geti það verið réttlæt á þeim grundvelli að þeir stuðli að efnahagslegum framförum. Innihaldi nytjaleyfissamningar fyrir tækni hins vegar tilteknar alvarlegar takmarkanir skal þeim ekki veitt undanþága. Þá hefur dómaframkvæmd Evrópudómstólsins einnig staðfest að samningar um nytjaleyfi fyrir tækni sem innihalda algjöran svæðisbundinn einkarétt skuli vera ógildir.

 • Útdráttur er á ensku

  The global market economy has changed enormously the last decade and the exploitation of innovation is now more important than it has been before. Technology licence agreements are an important factor of the exploitation of innovation and thus their significance has grown. The object of this thesis is to examine the interface between European competition rules and technology licence agreements. Therefore, the thesis aims to ascertain in which circumstances technology licence agreements can fall under article 101(1) TFEU.
  The first chapter of the thesis will start with an introduction to the development of the EU internal market, European intellectual property law and European competition law. Followed by a examination of European competition rules which apply to agreements between undertakings, with emphasis on article 101(1) TFEU, which aims to prevent antitrust in the internal market of the European Union. Finally, the interface between European Competition rules and technology licence agreements in practice is considered.
  Briefly, it is the author‘s result that the main factor impacting technology licence agreements is the block exemption for technology transfer agreements based on Regulation No. 316/2014. Technology licence agreements are of such a nature that they can justify anti-competitive practices since they promote economic progress. However, if technology licence agreements do include hardcore restrictions they will not fall under the block exemption. Moreover, the case law of the European Court of Justice has confirmed a ‘per se’ prohibition of absolute territorial exclusivity in technology licence agreements.

Samþykkt: 
 • 15.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð LOKASKJAL.pdf795.66 kBLokaður til...12.05.2027HeildartextiPDF