Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2830
Í ritgerðinni er leitast við að draga fram lögmálsskilning Matteusarguðspjalls með hliðsjón af fáeinum textum þess sem eiga það sameiginlegt að fjalla um föstur og bænir. Fjallað er um hið fjölbreytta trúarlega landslag síðgyðingdóms (300 f. Kr.-70 e. Kr.) og greint frá hinum margvíslegu viðhorfum sem þar mátti greina gagnvart lögmálinu (Torah). Auk þess að ritskýra valda texta um föstur og bænir (Matt 4.1-11; 6.4-6; 6.9-13; 6.16-18; 9.14-17) með hefðbundnum aðferðum eru áherslur höfundar/ritstjóra guðspjallsins dregnar sérstaklega fram með aðferðum heimilda- og útgáfurýni. Þá er enn frekar leitast við að taka á textunum með félagsmælskufræðilegum aðferðum Vernon K. Robbins sem og í ljósi samanburðarfræða Jonathan Z. Smith. Að lokum er leitast við að varpa nýju ljósi á textana með hliðsjón af hugmyndum Smith með því að bera þá saman við nokkra rabbínska texta úr Mishna og Talmúd (y. og b.).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
haraldur_hreinsson_cand_theol_fixed.pdf | 929,56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |