is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28300

Titill: 
 • Áhrif kvíða og ótta á framgang fæðingar
 • Titill er á ensku Effects of anxiety and fear on the progress of labour
Útdráttur: 
 • Lífeðlisfræði fæðingar er flókið samspil hormóna og það er margt sem getur truflað þetta viðkvæma ferli. Talið er að kvíði og ótti geti haft áhrif á eðlilegt ferli fæðingar með því að trufla eðlilegt hormónaflæði í fæðingu. Þessi truflun getur mögulega haft áhrif á útkomu fæðingar, eins og lengd fæðingar og notkun ýmissa inngripa. Kvíði fyrir fæðingu er eðlilegur innan ákveðinna marka meðal barnshafandi kvenna en sumar konur finna fyrir miklum ótta. Kvíði og ótti eru flókin fyrirbæri og geta ýmsar ástæður legi að baki.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða hvað felst í lífeðlisfræði fæðingar og hvaða áhrif kvíði og ótti hefur á fæðingarferlið, sér í lagi varðandi lengd fæðingar og inngrip í fæðingu. Að lokum var farið yfir hvaða áhrif stuðningur hefur á kvíða og ótta í fæðingu. Gagnagrunnarnir Google Scholar, PubMed, Science Direct og Wiley Online Library voru notaðir við leit heimilda auk þess sem bækur voru notaðar. Heimildaleitin skilaði 28 greinum sem notaðar voru í verkefnið.
  Niðurstöður samantektarinnar leiddu í ljós að kvíði og ótti hefur áhrif á lífeðlisfræði fæðingar og að tengsl eru á milli fæðingarótta og kvíða við inngrip í fæðingu, eins og keisaraskurð, áhaldafæðingu og notkun mænurótardeyfingar. Þá eru óljós tengsl milli kvíða og ótta við lengd fæðingar. Stuðningur í fæðingu reyndist vera mikilvægur til að minnka kvíða og ótta í fæðingu og þar af leiðandi minnka líkur á hinum ýmsu inngripum í fæðingu.
  Margar rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif kvíða og ótta á tíðni inngripa í fæðingu en fleiri rannsókna er mögulega þörf á tengslum kvíða og ótta við lengd fæðingar. Þetta viðfangsefni hefur verið mikið rannsakað á Norðurlöndunum. Lítið af rannsóknum hafa verið gerðar á þessu viðfangsefni á Íslandi og mætti bæta úr því. Þá væri áhugavert að gera fleiri rannsóknir á tengslum kvíða og ótta við lengd fæðingar.
  Lykilhugtök: fæðing, ótti, kvíði, hormón, oxytocin, sársauki, áhrif, útkoma fæðingar, stuðningur og ljósmóðir.

 • Útdráttur er á ensku

  The physiology of childbirth is a complex interaction of hormones and there are many factors that can disturb this delicate process. It is believed that anxiety and fear can influence normal childbirth by disturbing normal hormonal balance during childbirth. This disturbance can possibly affect the birth outcome, such as the duration of birth and the use various interventions. Anxiety before childbirth is common among pregnant women and some women experience fear of childbirth. Anxiety and fear are complex phenomena and there can be many reasons for anxiety and fear.
  The aim of this literature review was to explore the physiology of childbirth and the effects of anxiety and fear on the labour process, especially on the duration of labour and the use of various interventions. Additionally, the importance of labour support was explored and its effect on the labour process. Data and reference search was conducted through Google Scholar, PubMed, Science Direct and Wiley Online Library in addition to various books. The data and reference search generated 28 sources that was used in this review.
  The results of this literature review show that anxiety and fear does affect the physiology of childbirth and that there is relation between fear of childbirth, anxiety and various intervention during childbirth, such as caesarean section, instrumental birth and the use of epidural anaesthesia. The relation between anxiety, fear and duration of labour was however found to be vague. Support during labour was found to be an important factor in reducing anxiety and fear during labour and therefore reducing the risk of various interventions.
  Many researches has been conducted on the relation between anxiety, fear and various interventions but more research is possibly needed on the relation between anxiety, fear and duration of labour. This topic has been explored a lot in the Nordic countries but little research has been conducted on this topic in Iceland and that needs to be improved. It could also be interesting to conduct more research on the relationship between anxiety, fear and duration of labour.
  Key words: childbirth, fear, anxiety, parturition, labour, hormones, oxytocin, pain, effects, birth outcomes, support and midwife.

Samþykkt: 
 • 15.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Ragna.pdf416.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf321.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF