Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28301
Ritgerð þessi fjallar í megindráttum um sviptingu hagnaðar (e. disgorgement of profits), einkum frá sjónarhorni lausafjárkaupa vegna tapaðs hagnaðar í skilningi 74. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja (CISG).
Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru eftirfarandi: Fellur svipting hagnaðar í formi reiknireglu undir 74. gr. CISG og þar með 67. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000? Gætir sambærilegra ákvæða um svipt¬ingu hagnaðar innan þess fjölþjóðlega réttar sem samanburðarrannsókn ritgerðar þessarar tekur til? Er þörf fyrir að innleiða ákvæði um sviptingu hagnaðar eða óréttmæta auðgun inn í íslenskan rétt? Ef svo er, hvaða fyrirmynd ætti að hafa til hliðsjónar við slíka lagasetningu?
Ritgerðin inniheldur samanburðarrannsókn á réttarreglum, fræðilegum hugtökum, skrifum fræðimanna og beitingu lagagreina er varða hugtakið sviptingu hagnaðar, auk umfjöllunar um helstu frumheimildir og önnur fræði sem að því lúta. Tilgangurinn með rannsókninni var að greina hvort og þá með hvaða hætti inntak hugtaksins birtist annars vegar í fjölþjóðlegum samningum og hins vegar í rétti Englands, Þýskalands, Frakklands, Hollands og Noregs.
Helstu niðurstöður voru þær að líkur voru leiddar að því að svipting hagnaðar í formi reiknireglu gildi bæði innan 74. gr. CISG sem og 67. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000. Þá leiddi athugunin í ljós ákvæði um óréttmæta auðgun innan fjölþjóðlegra samninga. Einnig leiddi athugunin í ljós ákvæði sem ríki hafa beinlínis lögleitt með tilliti til sviptingar hagnaðar eða óréttmætrar auðgunar. Með samanburð þennan að leiðarljósi var ályktað að æskilegast væri að regluverk um óréttmæta auðgun fengi sess innan íslenskra skaðabótalaga nr. 50/1993 þar sem tiltekin ákvæði þýsku og hollensku borgaralögbókanna væru höfð að leiðarljósi.
Niðurstöðurnar varpa ljósi á þróun réttarframkvæmdar varðandi inntak hugtakanna og eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur varðandi inntakið. Þá veitir ritgerðin yfirlit um reglur um sviptingu hagnaðar og óréttmætrar auðgunar sem ekki er fyrir í íslenskum fræðum.
In this paper, the concept of “disgorgement of profits” as a calculation method was analysed according to Article 74 of the United Nations Convention on Contracts for the International Sale of Goods (CISG). Furthermore, the legal status of “disgorgement of profits” and “unjust enrichment” was analysed in two ways. On one hand with regards to international commercial or sales contracts and on the other hand with regards to English, German, French, Dutch, Norwegian and Icelandic law.
The research questions asked where the following: Does Article 74 of the CISG authorize disgorgement of profits as a calculation method? If so, does Article 67 of the Icelandic Act on the sale of goods no. 50/2000 authorize it as well? Are any comparable provisions to the concepts of “disgorgement of profits” and “unjust enrichment” within the English, German, French, Dutch and Norwegian law? Is there any need for disgorgement of profits or unjust enrichment within Icelandic law? If so, which model should the Icelandic legislator take into consideration?
The conclusion of the paper is that both Article 74 CISG and Article 67 of the Icelandic Act on the sale of goods no. 50/2000 do authorize disgorgement of profits as a calculation method. Furthermore, the examination reveals that all of the countries mentioned above do recognise to some extent the concept of disgorgement of profits and/or unjust enrichment. Moreover, Iceland may not need to legislate disgorgement of profits as a calculation method, as the method is already within Icelandic law. However, it is concluded that Iceland should legislate rules about unjust enrichment with the German and Dutch model in mind.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Birkir_ML-ritgerð_Svipting hagnaðar_FINAL.pdf | 1.05 MB | Open | Heildartexti | View/Open |