is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Law Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28304

Titill: 
 • Samkeppnisréttaráætlanir : fyrirkomulag og virkni samkeppnisréttaráætlana í fyrirtækjum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megintilgangur ritgerðarinnar er að skoða fyrirkomulag og virkni samkeppnisréttaráætlana í fyrirtækjum. Meðal annars er leitast við að svara þeim spurningum hvað samkeppnisréttaráætlanir þurfi að innihalda og hvernig innleiðingu þeirra inn í fyrirtæki þurfi að vera háttað til þess að þær geti talist skilvirkar.
  Í byrjun ritgerðarinnar er farið yfir hvað samkeppnisréttaráætlun er og færð eru rök fyrir því af hverju fyrirtæki ættu að innleiða þær í starfsemi sína. Hvergi í samkeppnislögum er kveðið á um skyldu fyrirtækja til að innleiða samkeppnisréttaráætlanir, heldur eru þær frekar taldar sem hluti af góðum stjórnarháttum. Eftir að búið er að gera grein fyrir eðli og tilgangi samkeppnisréttaráætlana er farið í umfjöllun um hvað einkennir skilvirka samkeppnisréttaráætlun. Þar sem íslenskum leiðbeiningum er ekki til að skipta er stuðst við leiðbeiningar erlendra samkeppnisyfirvalda, alþjóðastofnana og framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Auk þess er kannað hvort að íslensk viðmið, sem ráða má af ákvörðun samkeppnisyfirvalda, samræmist erlendum sjónarmiðum um fyrirkomulag og virkni.
  Niðurstaða ritgerðarinnar leiðir í ljós að til þess að samkeppnisréttaráætlanir teljist skilvirka þurfa þær í grunninn að innihalda fimm þætti. Í fyrsta lagi þurfa samkeppnisréttaráætlanir að vera innleiddar með einlægum vilja efstu stjórnenda fyrirtækja. Í öðru lagi þarf að framkvæma yfirgripsmikið og nákvæmt áhættumat. Í þriðja lagi þarf að vinna úr niðurstöðum áhættumatsins og finna leiðir til þess að komast hjá því að þessir áhættuþættir leiði til brota á samkeppnislögum. Fjórði þátturinn snýr svo að því að miðla þeim leiðum til starfsmanna með viðeigandi kennsluefni og þjálfun. Í fimmta lagi þarf virka stýringu innri kerfa eftir að samkeppnisréttaráætlunin hefur verið innleidd í starfsemi fyrirtækisins. Í því fellst meðal annars að endurskoða reglulega verkferla áætlunarinnar og uppfæra þá í takt við atriði sem betur mega fara.

 • Útdráttur er á ensku

  compliance programs (CCP) in companies. Mainly it is sought out to answer the questions what CCP needs to contain so it can be effective.
  At the beginning of this thesis CCP is defined and arguments are made why companies should implement CCP’s in to their businesses. However, the Icelandic competition Act no. 44/2005 has no articles that stipulates that companies are under obligation to implement CCP´s in to their businesses. CCP´s are rather considered a part of good corporate governance. After reviewing the nature and purpose of CCP´s then there is a discussion on what characteristic features CCP´s need to contain so it can be effective. Since there are no Icelandic guidelines on what characterizes an effective CCP the conclusion is based on guidelines on CCP´s from foreign competition authorities, international organizations and the European Commission. In addition, it is examined whether Icelandic guidelines, which may be determine by the decisions of the Icelandic competition authorities, are consistent with foreign perspectives on arrangement and effectiveness.
  The conclusion of this thesis shows that CCP´s need to contain five key elements to be considered effective. Firstly, CCP´s need to be implemented into companies with a commitment of compliance from the top down. Secondly there needs to be made a comprehensive and accurate risk identification. Thirdly, the results of the risk identification are processed, and ways to minimize the risk of violating the Competition Act are implemented. The fourth factor is to communicate the conclusions from the risk identification to employees through appropriate teaching materials and training. Lastly CCP´s requires regular reviewing on the internal workflows that has been put to place. That includes updating it in accordance with necessary changes.

Samþykkt: 
 • 15.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð - EME - Samkeppnisréttaráætlanir - Loka.pdf1.04 MBLokaður til...12.05.2027HeildartextiPDF