Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28307
Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir karlmönnum sem brotaþolum kynferðisofbeldis. Reynt verður að svara þeirri spurningu af hverju þeir leiti sér síður aðstoðar og eru ólíklegri til að kæra kynferðisbrot til lögreglu en kvenkyns brotaþolar.
Gerð verður grein fyrir þróun löggjafar og refsinga fyrir kynferðisbrot og þau breytingarlög á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem hafa haft veigamiklar breytingar í för með sér fyrir karlkyns þolendur kynferðisofbeldis. Í kjölfarið verður fjallað um karlmenn sem þolendur kynferðisbrota, úrræði sem standa þeim til boða og rannsóknir sem gerðar hafa verið á einkennum karlkyns brotaþolum. Þá verður einnig fjallað um sönnunarmat dómstóla.
Í ritgerðinni eru greindir dómar sem fallið hafa hér á landi þar sem karlmenn eru brotaþolar kynferðisofbeldis og tölfræði um meðferð þeirra mála hjá ríkissaksóknara til þess að leggja mat á hvort marktækur munur sé á meðferð kynferðisbrotamála hjá ríkissaksóknara og dómstólum eftir því hvert kyn brotaþola er.
Helstu niðurstöður eru þær að orsök þess að fáir karlkyns þolendur kynferðisofbeldis leita sér aðstoðar og kæra kynferðisafbrot til lögreglu á rætur sínar að rekja til ranghugmynda samfélagsins um kynferðisofbeldi og karlmennsku. Af samanburði á tölfræði má greina að karlmenn eru allt að 10% þeirra sem kært hafa nauðgun til lögreglu á árunum 2011-2015. Ekki reynist hægt að fullyrða að kyn brotaþola hafi almennt áhrif á meðferð mála fyrir dómstólum. Hátt hlutfall karlkyns brotaþola í blygðunarsemisbrotum vekur athygli en 30% brotaþola eru karlkyns og greina má marktækan mun á meðferð mála eftir kyni brotaþola er varða 209. gr. hgl. hjá ríkisaksóknara.
The main objective of this research paper is to examine the role of men as victims of sexual assault and to answer the question why they are less likely to seek help and legal counsel regarding sexual harassment.
The development of legislation and punishment for sexual offenses will be described and the amendments in the sexual harassment chapter of the general criminal code that resulted in significant changes for men as the victims of sexual assault. Subsequently the resources for men as victims will be explored and research that has been made to the symptoms of men as victims of sexual assault. The evidence threshold of the courts in Iceland will also be explored.
This paper analyses judgements in Iceland where men have been the victims of sexual assault and statistics of the treatment of their cases to assess if there is a significant difference in how cases where men are the victims are handled.
The main findings are that the cause of the fact that few male sexual abuse victims seek assistance and seek legal council is that sexual offenses are attributed to the false idea and misconception society holds around sexual abuse and masculinity. The statistics show that men only represent 10% of the total sexual abuse complaints filed during the period from 2011-2015.
The main conclusion is that the reason men do not seek support regarding sexual abuse relates to delusion of sex offenses and a lack of or threat to masculinity. It is not possible to conclude that the gender of the complainant has any material impact of said claims in a court of law. However there is a notably high percentage of male victims of bashfulnes, representing circa 30% of total claimants and there is a distinguishable difference in the treatment and subsequent outcome of cases based on gender relating to article 209.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML-ritgerð-XLOKASKJALIÐXX.pdf | 2,45 MB | Lokaður til...01.03.2030 | Heildartexti |