is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28309

Titill: 
  • Hver á að gæta mín? Lagaleg staða barna sem misst hafa foreldri sitt
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er skoða lagalega stöðu barns sem misst hefur foreldri sitt, annað eða báða. Rannsóknarspurningin er: Hver er réttarstaða barns sem missir foreldri sitt? Er úrbóta þörf?
    Gerð er grein fyrir réttindum barns og réttindum og skyldum aðstandenda við slíkar aðstæður. Höfundur telur að ýmsu sé ábótavant varðandi lagalega stöðu barna sem lenda í því að missa foreldri sitt og aðstandenda þeirra. Það er mikið áfall fyrir barn að missa foreldri sitt. Það tekur mikinn tíma fyrir barnið að vinna úr sorginni og læra að lifa með henni. Það skiptir máli að virðing sé borin fyrir sorg barna sem upplifa það að missa foreldri sitt. Það er mikilvægt að vandað sé til verka í löggjöf svo tryggt sé að börn sem missa foreldri fá þann stuðning og aðhlynningu sem þau þarfnast. Efnið er afmarkað við lagalegu stöðu barns við þessar kringumstæður.
    Vegna ritgerðarinnar voru tekin viðtöl við einstaklinga sem lent hafa í þessum kringumstæðum, einnig var leitað til nokkurra sérfræðinga sem hafa komið að slikum málum og með því leitast við að varpa skýrara ljósi á umfjöllunarefnið. Viðtölin sýna, að mati höfundar, hversu margslungið efnið er og hve mikilvægt það er að löggjöf sinni þessum börnum.
    Helstu niðurstöður eru þær að löggjöf hér á landi sé verulega ábótavant hvað varðar stöðu barna sem misst hafa foreldri sitt og úrbóta er þörf. Að mati höfundar er æskilegt að löggjöf sé skýr og veiti þeim sem málið varðar leiðbeiningar um réttindi sín. Auk þess skortir verklagsreglur til að vinna eftir þar sem gætt er að réttindum barna og aðstandendum þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of the study is to view the legal status of a child who has lost his parent, either one or both. The research is what the legal status of a child who loses his parent is? Is there need for improvement? The rights of the child an the rights and obligations of the family in such circumstances are described. The author belives that there various shortcomings regarding the legal status of children who lose their parents and family. For a child to lose parent is a big shock and it can take a lot of time for it to process the grief and learn to live with it. It is important to show respect for the grief children experience in losing their parents. It is herefore important to be careful working out legislation to ensure that children get the support they need. The subject is defined by the legal status of a child in these circumstances. Bescause of the thesis, interviews were conducted with individuals who had encountered these circumstances, as well a number of experts who had been involved in such matters, and in doing so sought to clarify the subject. It is the opinon of the author that that the interviews show how complexed the content is and how important of legislation is for these children. The main conclusion are that legislation in this country is significantly defective in the conditions of children who have lost their parents and improvements are needed. It is the opinion of the author, that the legislation must be clear and provides guidence to the relevant person regarding their rights. Additionally, there is a lack of procedures for looking after the rights of children and their families.

Samþykkt: 
  • 15.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver á að gæta mín? Lagaleg staða barna sem misst hafa foreldri sitt..pdf722.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna